Fréttir
16. okt. 2015 : Hamarinn - ný aðstaða í Öldutúnsskóla

Dagurinn í dag markaði tímamót hvað varðar aðstöðu fyrir unglinga í Öldutúnsskóla. Þá var formlega tekið í notkun nýtt rými sem nemendur geta nýtt í frímínútum, hópastarfi í kennslustundum og í félagsmiðstöðinni Öldunni.

14. okt. 2015 : Námskeið um lestrarþjálfun

Í gær sóttu rúmlega 40 leik- og grunnskólakennarar í Hafnarfirði námskeiðið K-PALS sem er kennsluaðferð í lestrarþjálfun með jafningjastuðning að leiðarljósi. Námskeiðið fór fram í Hraunvallaskóla.

13. okt. 2015 : Fjölbreyttara frístundastarf

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar hafa undirritað samning um rekstur frístundaheimilis á vegum Hauka fyrir börn á aldrinum sex til níu ára með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar.

12. okt. 2015 : Bæjarstjórnarfundur 14. október

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 14. október 2015.

9. okt. 2015 : Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn 22. október næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 17 í Hafnarborg. Allir stofnfélagar hvattir til að mæta.

9. okt. 2015 : SMT-skólafærni í grunnskólum Hafnarfjarðar

SMT-skólafærni er aðferðafræði til að vinna að góðum skólabrag í því að notast við jákvæðar aðferðir til að læra samskipti og hegða sér í skóla. 

5. okt. 2015 : Bókasafn Hafnarfjarðar verður lokað föstudaginn 9. október

Bókasafn Hafnarfjarðar verður lokað föstudaginn 9. október vegna hreingerninga. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda. Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar

2. okt. 2015 : Forvarnardagurinn

Hafnfirskir skóla hafa tekið þátt í deginum og hefur áherslan verið á nemendur í 9. bekk.

2. okt. 2015 : Funduðu með þingmönnum Suðvesturkjördæmis

Á fundi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með þingmönnum Suðvesturkjördæmis fimmtudaginn 1. október voru rædd ýmis brýn mál. 

Síða 2 af 3