Fréttir
21. ágú. 2015 : Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu

Starfsfólk Áslandsskóla hleypur sem fyrr ýmsar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni. 

18. ágú. 2015 : Heilsubærinn Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarbær og Embætti landlæknis standa fyrir átakinu Heilsueflandi samfélag til eflingar lýðheilsu í bæjarfélaginu.

18. ágú. 2015 : Grunnskólastarfið að hefjast

Grunnskólar Hafnarfjarðar hefja kennslu í næstu viku þegar nemendur mæta í skólann mánudaginn 24. ágúst nk. 

18. ágú. 2015 : Listamannaspjall og sýningarlok

Sunnudaginn 23. ágúst kl. 15 munu Björn Árnason, Daniel Reuter og Katrín Elvarsdóttir koma saman í aðalsal Hafnarborgar og ræða verk sín á sýningunni Enginn staður  við sýningargesti. Þetta er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar.

17. ágú. 2015 : Göngu-, hjóla- og hlaupaleiðir

Í umhverfi Hafnarfjarðarbæjar  eru fjölbreyttar göngu-og hlaupaleiðir sem henta vel til útivistar fyrir alla fjölskylduna.

14. ágú. 2015 : Vinnuskólinn fær Grænfánann

Vinnuskóli Hafnarfjarðar ákvað í sumar að innleiða inn Grænfánann, alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni.

13. ágú. 2015 : Leikskólaaldur lækkaður og niðurgreiðslur í dagforeldrakerfið auknar

Bæjarráð samþykkti í dag í umboði bæjarstjórnar tillögur fræðsluráðs frá 1. júní um lækkun innritunaraldurs barna í leikskóla og um hækkun á  mótframlagi til foreldra barna hjá dagforeldrum.

13. ágú. 2015 : Breytingar á „Ósnum“

Eflaust hafa margir Hafnfirðingar tekið eftir því að síðan í júní hafa neyðarútrásir Fráveitu Hafnarfjarðar við Vesturgötu og Óseyrarbraut staðið opnar. Þetta þýðir að óhreinsað skolp hefur runnið í sjóinn á tveim stöðum, skammt undan landi með tilheyrandi fuglalífi. 

12. ágú. 2015 : Uppskerudagur í skólagörðunum

Föstudaginn 14. ágúst er uppskerudagur í skólagörðunum í Hafnarfirði. Þann dag verður opið frá kl. 13:00 - 17:00 og foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með börnum sínum og hafa með poka eða kassa fyrir alla uppskeruna.

12. ágú. 2015 : PopArt 2015

Grasrótarhátíð listamanna í Hafnarfirði 13.-15. ágúst, þar sem yfir 100 listamenn taka höndum saman.

Síða 2 af 3