Fréttir31. júl. 2015 : Tilkynning vegna sorphirðu í Hafnarfirði

Vegna bilunar í sorphirðubíl hefur orðið seinkun í sorphirðu í sveitarfélaginu.  Verktakinn er kominn með lánsbíl  og er að vinna upp seinkunina.

29. júl. 2015 : Sumargöngur í Hafnarfirði

Næsta ganga er fimmtudagskvöldið 30.júlí

36248_hafnarborg_-ny

28. júl. 2015 : 23 sóttu um starf forstöðumanns Hafnarborgar

Hafnarfjarðarbær auglýsti í byrjun júlí starf forstöðumanns Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar. Alls sóttu 23 um starfið en þrír drógu síðan umsókn sína til baka.

Bókasafn Hafnarfjarðar

16. júl. 2015 : Rölt um listaslóðir

Fimmtudagskvöldið 16. júlí verður gengið um listaslóðir í Hafnarfirði í fylgd Ragnheiðar Gestsdóttur rithöfundar og endað í vinnustofu móður hennar Sigrúnar Guðjónsdóttur, Rúnu.

Flottir leikskólakrakkar

10. júl. 2015 : Gæsluvöllur , Róló – Sumar 2015

Í sumar verður starfræktur Gæsluvöllur  að Smyrlahrauni 41a, frá 8. júlí – 5. ágúst fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2009-2013). Opnunartími er frá kl. 8:30 – 12 og frá kl. 13 – 16:30 - lokað í hádeginu.

9. júl. 2015 : Landsnet og Hafnarfjarðarbær semja um niðurrif Hamraneslínu eigi síðar en 2018

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifuðu í dag undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis fyrirtækisins innan Hafnarfjarðar.

8. júl. 2015 : Skrifað undir samkomulag við Landsnet

Fimmtudaginn 9.júlí kl.14.00 munu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifa undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar sem m.a. felur í sér niðurrif á Hamraneslínum.

6. júl. 2015 : Sumargöngur - Neisti listarinnar

Fimmtudaginn 9. júlí kl. 20 verður gengið  um slóðir myndlistarkonunnar Hönnu Davíðsson sem hóf búskap sinn í Sívertsen húsi árið 1912.

Hafnarfjörður

2. júl. 2015 : Actavis til umræðu í Bæjarráði í morgun

Bæjarráð skorar á stjórnendur Actavis að leita allra leiða til að viðhalda öflugri starfsemi í Hafnarfirði og að allir möguleikar verði skoðaðir á því að ný verkefni komi í stað þeirra sem ákveðið hefur verið að flytja úr landi.

1. júl. 2015 : Viðamikil umbótaáætlun lögð fram

Nú liggja fyrir niðurstöður úttekta á rekstri Hafnarfjarðarbæjar sem ráðgjafafyrirtækin Capacent og R3 hafa unnið að undanfarna mánuði.