Fréttir
18. jún. 2015 : Niðurstöður úttektar Capacent á Hafnarfjarðarhöfn

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4. mars síðastliðinn að láta gera úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar bæjarfulltrúum og hafnarstjórn í dag.

17. jún. 2015 : Dagskrá 17. júní 2015

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna á þjóðhátíðardaginn. Að lokinni hátíðardagskrá á Hamrinum fer skrúðgangan að Thorsplani þar sem fram fer fjölbreytt skemmtidagskrá sem teygir sig um allan miðbæinn.

16. jún. 2015 : Íþróttastyrkir fyrir 16 ára og yngri

Í dag tóku fulltrúar hafnfirskra íþróttafélaga á móti styrkjum frá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík.

16. jún. 2015 : Hundrað fjallkonur í Hafnarfirði á 17. júní

Eitt hundrað konur í þjóðbúningum flytja ávarp fjallkonunnar, „Á annarri öld“ eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, á þjóðhátíðardaginn í Hafnarfirði í tilefni af hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna.

15. jún. 2015 : Hættir eftir áratuga starf

Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldutúnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar.

15. jún. 2015 : Skýrsla um bættan námsárangur kynnt

Skólastofan ehf. kynnti skýrslu sína um bættan námsárangur í Hafnarfirði á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í morgun.

15. jún. 2015 : Gefa verðlaunafé til UNICEF

Nemendur Ásheima, 7. SL bekkjar Áslandsskóla, unnu til verðlauna fyrir tóbakslausan bekk 2015, sem haldið er á vegum Landlæknisembættisins ár hvert, og gefa  til UNICEF á Íslandi.

10. jún. 2015 : Ráðningarvefur lokaður vegna viðhalds

Athugið að ekki er hægt að sækja um störf hjá Hafnarfjarðarbæ í dag 10. júní vegna viðhalds á ráðningarkerfi.

10. jún. 2015 : Sumarstarfið að hefjast

Við skólalok er upplagt að kynna sér fjölbreytt sumarstarf fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði á www.tomstund.is/sumarvefur. Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er í fullum gangi á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is

9. jún. 2015 : Íþróttamál greining á samningum

„Í dag var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarsmönnum ÍBH samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á fjárframlögum Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga

8. jún. 2015 : Bæjarstjórnarfundur 10. júní

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 10. júní kl. 14.00.
Síða 2 af 4