FréttirHafnarfjörður

30. apr. 2015 : Markaðsstofa Hafnarfjarðar - Vilt þú taka þátt í spennandi verkefni ?

Leitað er að verkefnastjóra til að leiða undirbúning að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar undir forystu undirbúningshóps sem skipaður er fulltrúum íbúa, atvinnulífsins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar.

29. apr. 2015 : Ársreikningur ársins 2014 samþykktur

Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 76 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 619 milljónir. Þetta frávik má m.a. rekja til hækkunar á  lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 milljónir umfram áætlun. 

29. apr. 2015 : Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir skýrum svörum um Iðnskólann

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína  um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans...

29. apr. 2015 : Aukin þjónusta við fatlað fólk

Í morgun undirrituðu, Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Þórðardóttir formaður Áss styrktarfélags, þjónustusamning vegna búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Klukkuvelli í Hafnarfirði.

29. apr. 2015 : Afmælistónleikar

Kór Öldutúnsskóla fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir með tónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí kl. 17:00.

28. apr. 2015 : Sölutjöld/hús á 17. júní

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús  á 17. júní  geta sótt um söluleyfi til skrifstofu tómstundamála, netfang:  ith@hafnarfjordur.is eða í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötur 6 merktar 17. júní.

Hafnarfjörður

28. apr. 2015 : Ertu með góða hugmynd ? Bæjarráð auglýsir eftir styrkumsóknum

Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Verkefni  eru ekki styrkt eftirá.

27. apr. 2015 : Bæjarstjórnarfundur 29.apríl

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 29.apríl 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

27. apr. 2015 : Menningarstyrkir veittir

Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár.

27. apr. 2015 : Mikill áhugi á Víðistaðatúni

Þann 20.apríl var haldinn íbúafundur um Víðistaðatún, fjölmargir mættu á fundinn og voru líflegar og áhugaverðar umræður.

24. apr. 2015 : Skráning í sumarstarf hafin

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin á Mínum síðum.

Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði.

Síða 1 af 3