Fréttir
13. mar. 2015 : Barnakóramóti frestað

Barnakóramóti Hafnarfjarðar sem halda átti á morgun, 14. mars, í Víðistaðakirkju er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar.

12. mar. 2015 : Fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla

Í þessari viku standa yfir fjölgreindaleikar í Víðistaðaskóla en þá einkennir skólastarfið af verkefnum sem sjást ekki á hverjum degi í skólanum og reyna á mismundandi eiginleika og birta ólíka hæfileika.

12. mar. 2015 : Mamma Mia í Víðistaðaskóla

Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal.

12. mar. 2015 : Hönnun í Hafnarfirði

12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði.  Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunar Búðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á gróskumikilli hönnun í bænum.  Aðgangur ókeypis.

12. mar. 2015 : Mikill áhugi fyrir lóðum í Hafnarfirði

Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins.

11. mar. 2015 : 17. júní skemmtiatriði - auglýst eftir skemmtiatriðum

Þjóðhátíðarnefnd auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum.

11. mar. 2015 : Stóra upplestrarkeppnin 13.mars kl. 15.00 i Hásölum

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð.

10. mar. 2015 : Stjórn Minningarsjóðs Helgu og Bjarna úthlutar styrkjum úr styrktarsjóði

Þrjú verkefni hlutu styrk úr Minningarsjóð Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Hásölum á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar læknis 8. mars.

snjomokstur

10. mar. 2015 : Ófærð í Hafnarfirði

Ófærð er um allan bæ en verst er þó ástandið á  Völlum, Krýsuvíkurvegi, Áslandi, Setbergi og í Mosahlíð.

Mjög slæmt skyggni er í bænum en samkvæmt veðurspá á að fara að rigna innan klukkutíma.

10. mar. 2015 : Hátíð Stóru upplestrarkeppninnar í dag frestað

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti kl. 17 í dag í Hafnarborg er frestað sökum óveðurs sem nú gengur yfir bæinn. Ný dagsetning fyrir hátíðina tilkynnt síðar.

10. mar. 2015 : Grenndarkynning á Suðurnesjalínu 2

Landsnet hf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 í Hafnarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

Síða 2 af 3