Fréttirstrandstigur

29. jan. 2015 : Möguleikar á hóteli í miðbæ Hafnarfjarðar kannaðir

Á fundi bæjarráðs í morgun var rætt um hóteluppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar.  Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri  segir grundvöll fyrir nýju hóteli í Hafnarfirði. 

28. jan. 2015 : Framköllun – Listamannsspjall

Sunnudag 1. febrúar kl. 15 ræðir Hekla Dögg Jónsdóttir við gesti um sýninguna Framköllun sem nú stendur yfir í Hafnarborg.

28. jan. 2015 : Bæjarbúar ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á

Dagana 21.október – 17.desember 2014 gerði Capacent Gallup þjónustukönnun meðal íbúa sveitarfélaga á landinu. 

28. jan. 2015 : Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 31. janúar kl. 16.00. Að þessu sinnir eru 9 nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í sveitinni.

27. jan. 2015 : Menningarstyrkir til verkefna og viðburða

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði.

25. jan. 2015 : Verðlaunað fyrir lestur í Öldutúnsskóla

Nemendur í 8. bekk fengu sérstaka viðurkenningu frá skólanum í kjölfar þess að nemendur árgangsins lögðu mest fram í skólanum til lestrarverkefnisins ALLIR LESA í haust og fengu vöffluveislu að launum.

23. jan. 2015 : Viðurkenning fyrir nýsköpun

Áfram verkefnið okkar fékk í dag viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.  Til hamingju allir sem komu að þessu flotta verkefni.

23. jan. 2015 : Söngkeppni Hafnarfjarðar 2015

Þann 21. janúar var haldin Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 14. mars.

21. jan. 2015 : Ásvallabraut komin á dagskrá - Samgöngubót fyrir íbúa í Vallahverfinu

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem nú stendur yfir var deiliskipulag fyrir Ásvallabraut, vegur sem tengir saman  Ásland og Velli, samþykkt.

19. jan. 2015 : Kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið

Tillaga að nýju svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið auglýst til umsagna, frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. febrúar. 

19. jan. 2015 : Bæjarstjórnarfundur 21.janúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 21. janúar 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum.

Síða 1 af 2