FréttirFréttir

29. nóv. 2014 : Jólaþorpið lokað á morgun vegna veðurs

Spáð er vonskuveðri á morgun og þess vegna hefur verið ákveðið að hafa jólaþorpið lokað - vonum að veðrið gangi hratt yfir. Dagurinn i dag var frábær og þökkum við öllum sem heimsóttu þorpið í dag kærlega fyrir komuna.
Jólaball

29. nóv. 2014 : Velkomin í Jólaþorpið

Jólaþorpið opnar í kl. 12 og þessa fyrstu aðventuhelgi verður mikil dagskrá.  Aðalviðburðurinn er að sjálfsögðu þegar tendrað verður á jólatrénu kl. 17 fyrir miðju þorpsins en tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar, Fredriksbergi í Danmörku.

28. nóv. 2014 : Vinnustofa um bráðgera nemendur

Í dag fór fram vinnustofa í Sjálandsskóla í Garðabæ þar sem stefnt var saman foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og sveitarstjórnarmenn innan SSH til umræðu um bráðgera nemendur í grunnskólum.

28. nóv. 2014 : 6. bekkingar skreyta Hellisgerði

Nemendur í 6. bekkjum grunnskólanna settu upp aðventuskreytingar í Hellisgerði í morgun og er það í annað skipti sem það gerðist.

28. nóv. 2014 : Lýðveldiskynslóðin i kaffispjalli

Bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson bauð í dag öllum bæjarbúum sem fæddir eru á árinu 1944 í kaffi og spjall í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju þar sem farið var í gengum það helsta sem er í boði i þjónustu og afþreyingu fyrir þennan aldurshóp í bæjarfélaginu.

27. nóv. 2014 : Endurskinsmerkjaleit á Hlíðarbergi

Í gær stóð foreldrafélag leikskólans fyrir endurskinsmerkjaleit í garðinum. Búið var að koma fyrir endurskinsmerki handa hverju barni og mættu foreldra og börn með vasaljós og leituðu að sínu merki

25. nóv. 2014 : Jólaþorpið í Hafnarfirði 2014

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar laugardaginn 29. nóvember og verður opið á laugar- og sunnudögum frá 12-18. Eins verður opið 22. desember og á Þorláksmessu frá 16-21

24. nóv. 2014 : Dagskrá bæjarstjórnarfundar 26.11.2014

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 26.nóvember  kl. 14.00 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum.

24. nóv. 2014 : Fallið frá því að byggja við Áslandsskóla

 "Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og mikilvægt að hún er tekin í sátt og í samstöðu með skólastjórnendum.  Ekki síst er það ánægjulegt að við höfum með þessu tækifæri til að fjárfesta í fólki, í nemendum og kennurum í stað steinsteypu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs.

Bókasafn Hafnarfjarðar

20. nóv. 2014 : Kynstrin öll

Bókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla jóladagskrá í ár. Upplestur fyrir yngstu börnin, upplestur fyrir eldri börn, tvö stór upplestrarkvöld fyrir fullorðna.

20. nóv. 2014 : Skólaþing Víðistaðaskóla

Föstudaginn 21.nóvember munu foreldrar, nemendur og kennarar hittast á skólaþingi í Víðistaðaskóla.

Síða 1 af 3