FréttirFréttir

30. sep. 2014 : Fundur með ferðaþjónustunni

Hvað græðir Hafnarfjörður á því að vera kynntur sem Reykjavík?  Einar Bárðarson og Davíð Samúelsson frá Höfuðborgarstofu kynna nýja mörkun (Branding) fyrir höfuðborgarsvæðið á fundi fimmtudaginn 2.október kl. 11.00.

Hafnarfjörður

30. sep. 2014 : Bæjarstjórnarfundur 1.október

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 1.október kl. 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum.

Jólaball

29. sep. 2014 : Skemmtikraftar óskast í Jólaþorpið-  kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri

Jólaþorpið í Hafnarfirði óskar eftir áhugasömum skemmtikröftum í jólaskapi sem vilja skemmta í þorpinu. Atriðið getur verið af ýmsum toga.

26. sep. 2014 : Myndlistarnámskeið fyrir börn í Hafnarborg 

Í vetur er efnt til til skapandi og skemmtilegra myndlistarnámskeiða í Hafnarborg. Námskeiðin eru ætluð krökkum á aldrinum 7 – 10 ára og 11 – 13 ára og er hvert námskeið þrjá laugardaga í röð.

26. sep. 2014 : Samstarf við Blátt áfram

Blátt áfram og Hafnarfjarðarbær standa saman að námskeiðinu Verndarar barna, fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sem starfa með börnum og unglingum.

Hafnarfjörður

24. sep. 2014 : Styttingu hámarksbótatíma mótmælt

Fjölskylduráð gerði á fundi sínum í morgun alvarlegar athugasemdir við þær fyrirætlanir ríkisvaldsins að stytta hámarksbótatíma atvinnulauss fólks úr þremur árum í tvö og hálft ár.

24. sep. 2014 : Listamannaspjall

Fimmtudaginn 25. september kl. 20 tekur Daníel Þ. Magnússon myndlistarmaður þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, sem nú stendur yfir í Hafnarborg.

24. sep. 2014 : Hafnarfjörður í fremstu röð

„Það eru tímamót framundan, það er alltaf hægt að gera betur og það verður leiðarljósið okkar á komandi vetri „  sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri á fundi með öllum stjórnendum hjá Hafnarfjarðarbæ sem haldinn var á mánudaginn

23. sep. 2014 : Til hamingju Auður Erla, Atli Viðar og Jóhanna Lilja

Í gær fór fram útskrift PMTO meðferðaraðila.  Í þetta sinn áttum við Hafnarfirði þrjá útskriftarnema í hópnum, þau Auði Erla Gunnarsdóttur og Atla Viðar Bragason sálfræðinga á Skólaskrifstofu og Jóhönnu Lilju Birgisdóttur sálfræðing á

23. sep. 2014 : Frisbígolfvöllur  á Víðistaðartúni

Frisbígolf hentar öllum aldurshópum og leikurinn sameiginlega gleðina og spennuna sem finna má í hefðbundnu golfi.

22. sep. 2014 : Mikil ánægja með Byggðasafn Hafnarfjarðar

Samkvæmt þjónustukönnun sem Byggðasafn Hafnarfjarðar stóð fyrir meðal gesta sinna sl. sumar ríkir almenn og mikil ánægja með sýningar safnsins.
Síða 1 af 3