FréttirFréttir

29. ágú. 2014 : Vel heppnaðar menningargöngur

Í gær var síðasta menningargangan en í sumar var boðið upp á klukkustundarlangar fræðslugöngur alla fimmtudaga kl. 20 um miðbæ Hafnarfjarðar.  Göngurnar voru afar vel sóttar og þótti verkefnið vel heppnað og skemmtilegt. 

28. ágú. 2014 : Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er mættur til starfa

Í dag er fyrsti  vinnudagur Haraldar L. Haraldssonar sem bæjarstjóra í Hafnarfirði. Fyrsta verkefni dagsins var að sitja fund bæjarráðs þar sem fjölmörg mál voru á dagskrá. Síðan tók við þétt dagskrá þar sem m.a. var fundað með starfsmönnum í stjórnsýslunni.

Hafnarfjörður

27. ágú. 2014 : Minni vímuefnaneysla meðal unglinga

Vímuefnaneysla unglinga hefur minnkað afar mikið frá aldamótum eins og sést í skýrslunni.  Reykingar unglinga eru í sögulega lágmarki og lítil breyting er á milli áranna 2013 og 2014 í fjölda þeirra sem að nota áfengi.

26. ágú. 2014 : Bíóin í Hafnarfirði

Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20 leiðir Erlendur Sveinsson göngu þar sem skoðuð verður merkileg saga kvikmyndahúsa og kvikmyndasýninga í Hafnarfirði, sem nær aftur til upphafsára kvikmyndasýninga á Íslandi.ráttur

25. ágú. 2014 : Viltu vinna með hressum og skemmtilegum krökkum ?

Skólar bæjarins eru komnir af stað og fjölmörg börn eru nú þegar komin inn á frístundaheimili bæjarins. Alls hafa borist um 712 umsóknir um vistun á frístundaheimili og um  250 börn eru nú á biðlista.

25. ágú. 2014 : Rás - Haustsýning Hafnarborgar 2014

Föstudaginn 29. ágúst verður opnuð í Hafnarborg sýningin Rás. Á sýningunni eru ný verk eftir myndlistarmennina Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur,  Ívar Brynjólfsson,  Ívar Valgarðsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og  Þóru Sigurðardóttur. 

21. ágú. 2014 : Maraþonhlauparar í Áslandsskóla

Reykjavíkurmaraþon er á morgun og stór hópur starfsfólks Áslandsskóla tekur þátt í því.

19. ágú. 2014 : Verndarar barna námskeið í grunnskólum

Nýir starfsmenn í grunnskólum Hafnarfjarðar sækja námskeiðið Verndarar barna um forvarnir kynferðislegs ofbeldis

DSC_0319

12. ágú. 2014 : Götuhátíð og farandmarkaður á Thorsplani 15.-17. ágúst

Breskur farandmarkaður verður á Thorsplani helgina 15.-17. ágúst og af því tilefni verður slegið upp götuhátíð í Strandgötunni.

11. ágú. 2014 : Suðurbæjarlaug - lokuð

Sundlaugarsvæðið í Suðurbæjarlaug verður lokað frá miðvikudeginum 6. ágúst til föstudagsins 15. ágúst vegna viðhalds og endurbóta.

8. ágú. 2014 : Gleðigangan, tökum þátt!

Hápunktur Hinsegin daga er gleðigangan á laugardaginn 9. ágúst. Hafnarfjarðarbær mun taka þátt í göngunni líkt og tvö undanfarin ár. Með gleðigöngunni er fjölbreytileikanum fagnað sem er í anda bæði fjölskyldu- og jafnréttisstefnu bæjarins.

Síða 1 af 2