FréttirFréttir

24. júl. 2014 : Haraldur L. Haraldsson ráðinn bæjarstjóri

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum sem nú stendur yfir að ráða Harald Líndal Haraldsson hagfræðing í stöðu bæjarstjóra.

22. júl. 2014 : Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til Skógar- og útivistardags fjölskyldunnar sunnudaginn 27. júlí klukkan 14.00 til 17.00.

22. júl. 2014 : Drullukökukeppni

Miðvikudaginn 23.júlí fer fram hin árlega drullukökukeppni í skólagörðunum. Keppnin hefst um hádegi og verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.

Hafnarfjörður

18. júl. 2014 : 30 umsækjendur um stöðu bæjarstjóra

30 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði, tveir drógu umsókn sína til baka, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 13.júlí sl.

16. júl. 2014 : Sumarátak í hreinsun og viðhaldi útilistaverka

Í sumar hefur starfsfólk Hafnarborgar sinnt hreinsun og viðhaldi útilistaverka í eigu Hafnarfjarðarbæjar líkt og fyrri sumur.

14. júl. 2014 : Mun fleiri ferðamenn í Hafnarfirði

Starfsmenn upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Hafnarfirði segja fjölda ferðamanna hafa aukist verulega á milli ára og sömu sögu segja starfsmenn Hótel Víkings og Hótel Hafnarfjarðar. 

10. júl. 2014 : íslenski safnadagurinn á Byggðasafninu

Byggðasafn Hafnarfjarðar. Lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna. Tíu sýningar í fimm húsum: Pakkhúsið, Sívertsens-hús, Beggubúð, Siggubær, Bungalowið og Strandstígurinn. Ókeypis aðgangur, opið frá 11.00 - 17.00.

9. júl. 2014 : Íslenski safnadagurinn í Hafnarborg

Hafnarborg er opin frá 12 – 17 á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí, aðgangur að safninu er ókeypis og boðið verður upp á fjölda viðburða.

8. júl. 2014 : Krítalistaverk á Strandgötunni -  Litríkasti bærinn á landinu

Í dag  verður Strandgötunni breytt í “striga” og úr verður götulistaverk þar sem börn og unglingar úr sumarstarfi bæjarins taka þátt í að kríta listaverk á götuna. Listrænn stjórnandi er listamaðurinn Ingvar Björn.

7. júl. 2014 : Friðuð og falleg hús

Fimmtudaginn 10. júlí kl. 20 leiðir Sigríður Björk Jónsdóttir byggingarlistfræðingur göngu um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem friðuð hús verða skoðuð, en í bænum er fjöldi gamalla og friðaðra húsa sem mynda nokkuð heildstæðan byggðakjarna þar sem sagan er hluti mannlífsins.

7. júl. 2014 : Tilkynning frá skipulags- og byggingarfulltrúa

Vegna sumarleyfa starfsfólks má búast við töfum á afgreiðslu erinda yfir sumarmánuðina.

Síða 1 af 2