FréttirFréttir

30. jún. 2014 : Sumargöngur - Hjátrú og hindurvitni 3.júlí

Gengið verður um slóðir huldufólks og skoðaðir helstu staðir sem tengjast þjóðtrú.Gönguna leiðir Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur en hann hefur sent frá sér bæði bækur og greinar um þjóðtrú og menningarsagnfræði.

Hafnarfjörður

27. jún. 2014 : Auglýst eftir bæjarstjóra

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir öflugum aðila í starf bæjarstjóra. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær landsins með um 27.600 íbúa.  Hafnarfjörður er framsækið sveitarfélag sem byggir á fjölskylduvænu umhverfi, fyrirmyndarþjónustu og öflugu atvinnulífi.

26. jún. 2014 : Tómstund - nýtt tímabil að hefjast

Tómstund býður upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir öll börn sem voru að klára 4. – 7. bekk í Hafnarfirði.  Mánudaginn 30. júní hefst nýtt tímabil í Tómstund sem stendur til 18. júlí

26. jún. 2014 : Til hamingju Hafnarborg

HAFNARBORG, MENNINGAR OG LISTAMIÐSTÖÐ HAFNARFJARÐAR er tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2014 fyrir metnaðarfulla sýningardagskrá og samfélagslega virkni þar sem þátttaka almennings er lykilatriði.

26. jún. 2014 : Hafnarfjarðarmeistarar í dorgveiði

Miðvikudaginn 25. júní stóðu leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er ætluð öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

18. jún. 2014 : Samstarfssáttmáli meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2014 – 2018

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem nú var að ljúka var lagður fram samstarfssáttmáli  meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2014 – 2018 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

16. jún. 2014 : Bæjarstjórnarfundur 18.júní

Boðað er til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18.júní kl. 11.00 í Hafnarborg. Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á vef bæjarins.

Hafnarfjörður

11. jún. 2014 : Ný bæjarstjórn tekur við 18.júní

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Samstarfið er byggt á málefnasamningi sem kynntur verður nánar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar 18. júní nk.

5. jún. 2014 : Unglingavinna er að hefjast

Unnið er mánudaga til fimmtudaga tímabilið 10. júní - 17. júlí. Þó verður unnið föstudagana 13. og 20. júní. Vinnutími er því 12 klst á viku.

4. jún. 2014 : Ákveðið að telja aftur

Ný og breytt beiðni barst frá formanni stjórnar og umboðsmanni Pírata í Hafnarfirði og tók kjörstjórn hana fyrir á fundi síðdegis og féllst á endurtalningu sem framkvæmd verður á fimmtudagskvöld.

Síða 1 af 2