FréttirFréttir

Hafnarfjörður

30. maí 2014 : Kjörstaðir 31. maí - Hvar átt þú að kjósa ?

Kl.21 höfðu kosið í Hafnarfirði 9983   manns eða 4897 karlar og 5086  konur  eða 50,7%

30. maí 2014 : Líf og fjör hjá Brettafélaginu

Hafnarfjarðarbær afhenti Brettafélagi Hafnarfjarðar húsnæði gömlu slökkvistöðvarinnar við Flatahraun undir aðstöðu fyrir hjólabrettaíþróttina fimmtudaginn 29. maí.

28. maí 2014 : Samið við MLH

Markmið samningsins er að nýta Bæjarbíó sem best og standa þar fyrir fjölbreyttri menningarstarfsemi sem samrýmist stefnu bæjarins um varðveislugildi hússins.

28. maí 2014 : Stærri og betri Tómstund

Í sumar mun Vinnuskólinn halda úti stærri og betri Tómstund en hefur verið gert á síðastliðnum árum. Tómstund býður upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir öll börn sem voru að klára 4. – 7. bekk í Hafnarfirði.

28. maí 2014 : Hjólabrettaaðstaða í gömlu slökkviliðsstöðinni - Opið hús

Á morgun, Uppstigningadag 29. maí, mun Hafnarfjarðarbær afhenda Brettafélag Hafnarfjarðar húsnæði gömlu slökkvistöðvarinnar við Flatahraun 14 undir aðstöðu fyrir hjólabrettaíþróttina.

28. maí 2014 : Bæjarstjórnarfundur í dag

Boðað er til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 28.maí kl. 14.00 í Hafnarborg.

23. maí 2014 : Samið við Gaflaraleikhúsið til 3ja ára

Guðrún Ágústa Guðmunsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifaði í gær undir nýjan samning menningar- og ferðamálanefndar við Gaflaraleikhúsið, en samningur við leikfélagið frá árinu 2010 rann út á árinu.

22. maí 2014 : Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki semja um endurfjármögnun sveitarfélagsins

Í dag var gengið frá endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar með undirritun lánssamninga Íslandsbanka og sveitarfélagsins. Auk þess gaf sveitarfélagið út nýjan skuldabréfaflokk sem er hluti af endurfjármögnuninni.

22. maí 2014 : Leikskólinn Hvammur hlýtur viðkenningu fræðsluráðs

Í vikunni hlaut leikskólinn Hvammur viðkenningu fræðsluráðs fyrir frumkvæði í kennslu sem tengist læsi, félagsfærni og samskiptum.

21. maí 2014 : Leynast garðyrkjuhæfileikar í þér?

Skólagarðar í Hafnarfirði opna mánudaginn 2. júní, garðarnir eru staðsettir á fimm stöðum í  bæinn.Forgangur fyrir börn frá 7-12 ára börn er nú liðinn og er sú nýbreytni í ár að allir bæjarbúar frá aldrinum 7 ára og eldri geta nú sótt um garð í skólagörðunum, er hugmyndin sú að hafa góða fjölskyldustemningu í görðunum.

21. maí 2014 : Staðbundin mengun  sem nær ekki út fyrir iðnaðarsvæðið

Í ljósi fréttaflutnings frá því í gær vill Hafnarfjarðarbær ítreka að staðbundinn mengun á iðnaðarsvæðinu nær ekki inn á íbúðasvæðið.

Síða 1 af 3