FréttirFréttir

21. mar. 2014 : Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundi sem frestað var sl. miðvikudag verður áframhaldið í dag kl 16.30.

20. mar. 2014 : Menningardagar í Áslandsskóla

Menningardagar hafa staðið yfir í Áslandsskóla í þessari viku og í dag er afrakstur hennar sýnilegur gesum og gangandi ásamt ýmsu öðru sem er í boðstólum, s.s. leiksýning og kaffisala.

19. mar. 2014 : Lærdómsríkir þemadagar í Öldutúnsskóla

Skólastarf í Öldutúnsskóla var brotið upp í síðustu viku og haldnir sérstakir þemadagar um Asíu þar sem nemendur unnu saman þvert á árganga.

18. mar. 2014 : Framtíðarsýn Samtaka sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu í skólamálum

Höfuðborgarsvæðið verði leiðandi í skólamálum á Norðurlöndunum .Sameiginleg framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

17. mar. 2014 : Ungmennaþing 2014

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar stefna á að halda Ungmennaþing 19. mars n.k. Tilgangur þingsins er að fá hugmyndir frá ungu fólki í Hafnarfirði um málefni er þau varða.
Hafnarfjörður

13. mar. 2014 : Endurfjármögnun lána tryggð

„Fyrir hefur legið að fjármagna þurfi erlent lán sem er á gjalddaga í lok árs 2015 en nú liggur fyrir staðfest tilboð um endurfjármögnun  innanlands. "

13. mar. 2014 : Barnakóramótið á laugardaginn

Barnakóramót Hafnarfjarðar verður næsta laugardag, 15. mars, í Víðistaðakirkju og eru tónleikar kl. 12.30 og 15.30 sem eru öllum opnir og er frír aðgangur á tónleikana.

12. mar. 2014 : Einstaklingum á fjárhagsaðstoð boðin vinna

Á fundi fjölskylduráðs Hafnarfjarðar í dag  var verkefnið Áfram ! -  Ný tækifæri í Hafnarfirði samþykkt. Verkefnið felur í sér ný tækifæri og áskoranir fyrir þá einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ.

10. mar. 2014 : Stjórn Minningarsjóðs Helgu og Bjarna úthlutar styrk úr styrktarsjóði

Vinakot hlaut styrk Minningarsjóðs Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Hásölum á afmælisdegi Bjarna 8. mars.

10. mar. 2014 : Veistu svarið ?

Fyrsta umferð í Veistu svarið?, spurningakeppni grunnskólanna, hefst í kvöld. Fulltrúar frá hverjum grunnskóla í Hafnarfirði sem er með unglingadeild keppa fyrir hönd síns skóla auk þess sem 8. liðið kemur frá Vogum.

8. mar. 2014 : Til hamingju Márus

Márus Björgvin Gunnarsson úr Vitanum í Lækjarskóla fékk sérstök aukaverðlaun frá dómnefndinni í Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll á dag.
Síða 2 af 3