FréttirFréttir

28. mar. 2014 : Shop Show – Samtöl við hönnuði á HönnunarMars

Í tilefni af HönnunarMars verður boðið upp á samtöl við hönnuði í tengslum við sýninguna Shop Show í Hafnarborg. 

27. mar. 2014 : Sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ 2014

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk til starfa fyrir sumarið 2014. Til umsóknar eru störf flokkstjóra (fæddir 1993 og eldri) og leiðbeinenda (fæddir 1994 – 1997) á vegum Vinnuskóla og Umhverfis og framkvæmda.

26. mar. 2014 : Klarinettukvartett Tónlistarskólans hreppti  verðlaun á Lokahátíð Nótunnar í Hörpu

Lokahátíð Nótunnar var haldin í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars. Á hátíðinni komu fram öll tónlistaratriðin sem unnið höfðu til verðlauna á svæðistónleikunum sem haldnir voru víðsvegar um landið

26. mar. 2014 : Hverfafundur í Hraunvallaskóla í kvöld

Í kvöld verður fundað með íbúum í Setbergi, á Völlum og í Áslandi. Hefst fundurinn kl. 19.30 i Hraunvallaskóla.

25. mar. 2014 : Öldutúnsskólanemendur styðja Filippseyinga

Í dag afhentu nemendur í 10. bekk Öldutúnsskóla 193.000 kr. til Unicef til að styðja við uppbyggingu á Filippseyjum í kjölfar hörmunga þar undir lok síðasta árs.

25. mar. 2014 : Kynningarfundur og framlengdur athugasemdafrestur

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 25. mars 2014 að framlengja athugasemdafrest á tillögu að breyttu miðbæjarskipulagi fyrir lóðina Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði til 14. apríl n.k.

25. mar. 2014 : Lýðræðisverkefnið, Youth: your voice – hvernig gengur?

Verkefnið, Youth: your voice, er unnið með ungmennum frá Noregi og Lettlandi. Helstu markmið verkefnisins er að kanna leiðir til þess að auka þátttöku ungs fólks í samfélaginu...

25. mar. 2014 : Undanúrslit í Veistu svarið?

Öldutúnsskóli atti kappi við Hvaleyrarskóla og sigraði örugglega 28-19. Áslandsskóli og Setbergsskóli áttust við og Áslandsskóli vann 31-24. Undanúrslit í spurningakeppni grunnskólanna, Veistu svarið?, fóru fram mánudagskvöldið 24. mars.

Flottir krakkar úr Hraunvallaskóla

24. mar. 2014 : Velkomin í skólann þinn !

Þessa dagana berast bréf til barna sem næsta haust hefja skólagöngu í grunnskólum Hafnarfjarðar.  Með bréfi þessu eru börn boðin velkomin í sinn hverfisskóla en jafnframt er foreldrum bent á möguleika á að sækja um aðra skóla. 
Hafnarfjörður

22. mar. 2014 : Endurfjármögnun lána Hafnarfjarðarbæjar í höfn

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöldi  var tilboð Íslandsbanka um endurfjármögnun bæjarins samþykkt.

21. mar. 2014 : Þemadagar í Setbergsskóla

Þemadagar hafa staðið yfir í Setbergsskóla í þessari viku þar sem nemendur spreyttu sig á margvíslegum verkefnum sem endaði með lokahátíð í skólanum í dag.

Síða 1 af 3