FréttirFréttir

30. jan. 2014 : Safnanótt 7. febrúar

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð. Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í Safnanóttinni, safnið verður opið til miðnættis föstudaginn 7. febrúar og eftirtaldir viðburðir eru öllum opnir og ókeypis. Allir velkomnir!

Bjartir dagar

30. jan. 2014 : Bjartir dagar endurskoðaðir

Á fundi menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að hátíðin Bjartir dagar yrði endurskoðuð og ekki haldin í lok maí í ár.

29. jan. 2014 : Bæjarbíó

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í morgun að veita Kvikmyndasafni Íslands áframhaldandi stuðning til næstu þriggja ára.

28. jan. 2014 : Straumur  – Leiga eða kaup á húsnæði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í húseignirnar að Straumi við Reykjanesbraut, til kaups eða leigu. Um er að ræða 133,2 fermetra íbúðarhús og skemmur alls 392,5 fermetrar að stærð.  Húseignirnar eru kynntar með rafmagni.    

28. jan. 2014 : Þitt er valið

Nú gefst tækifæri til að hafa áhrif á það hvaða listaverk rata á sýningu í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Þitt er valið er yfirskrift sýningar, sem stendur frá laugardeginum 1. febrúar til 9. mars, þar sem öll verkin eru valin af almenningi.

22. jan. 2014 : Námskeið í Hafnarborg vorið 2014

Spennandi námskeið í Hafnarborg - myndlistanámskeið fyrir börn 7 -12 ára og námskeið í verklegri hugmyndavinnu, frá neista að mótaðri sýn.

22. jan. 2014 : Menningarstyrkir til verkefna og viðburða

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði

21. jan. 2014 : Hafnarfjarðarbær  tilnefndur

Nýsköpunarverðlaun ríkis og sveitarfélaga verða afhent í þriðja sinn 24. janúar nk. og verðlaunaverkefnin kynnt. Hafnarfjarðarbær er tilnefndur fyrir aukið aðgengi að gögnum.

21. jan. 2014 : Bæjarstjórnarfundur

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 22.janúar kl. 14.00 í Hafnarborg.

20. jan. 2014 : Helga Þórsdóttir valin til að vinna haustsýningu Hafnarborgar 2014

Við sýningaropnun í Hafnarborg í dag var tilkynnt að tillaga Helgu Þórsdóttur menningarfræðings hefur verið valin haustsýning Hafnarborgar árið 2014

20. jan. 2014 : Grunnskólahátíðin undirbúin

Hópur fulltrúa úr nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar hefur frá því fyrir jól unnið að undirbúningi að Grunnskólahátíð ásamt starfsmönnum ÍTH.
Síða 1 af 3