FréttirFréttir

31. des. 2014 : Íþróttamenn ársins 2014

Mikið fjölmenni var á 32. Íþróttahátíð Hafnarfjarðar í gær þar sem Sigurbergur Sveinsson

handknattleiksmaður  og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar.

29. des. 2014 : Áramótabrenna

Áramótabrenna verður að Ásvöllum, við Tjarnarvelli 7, á gamlárskvöld og verður bálið tendrað kl. 20.30.

29. des. 2014 : Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar

Á morgun,  30. desember  verða  "Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar 2014" krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

23. des. 2014 : Gleðilega hátíð

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar senda bæjarbúum og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

23. des. 2014 : Velkomin í Jólaþorpið

Þá fer að líða að lokasprettinum og verður opið í Jólaþorpinu frá laugardegi til Þorláksmessu.Það verður margt girnilegt í söluhúsunum okkar  og heilmikil dagskrá á jólasviðinu..

Jólaball

23. des. 2014 : Jólagangan 2014

Á Þorláksmessu kl. 19.00 mun Jólaganga Hafnarfjarðar fara frá Suðurbæjarlaug að Jólaþorpinu. Vegna þess verður truflun á umferð ökutækja á eftirfarandi götum á tímabilinu frá kl 19 til 19:30

23. des. 2014 : Berglind ráðin mannauðsstjóri

Berglind G. Bergþórsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Berglind er með meistarapróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands - Við bjóðum Berglindi velkomna til starfa.

22. des. 2014 : Skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

Fyrir nokkrum árum síðan var ákveðið að hætta með svokölluð pakkajól í bekkjum og safna þess í stað fjármunum og styrkja Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. 

Hafnarfjörður

17. des. 2014 : Bilun í Tölvukerfinu - KOMIÐ Í LAG

Tölvupósturinn hjá Hafnarfjarðarbæ hefur legið niðri í allan morgun. Það er bilun í kerfinu en unnið er að viðgerðum. Vonandi kemst pósturinn í lag mjög fljótlega. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann valda.

16. des. 2014 : Röskun á skólastarfi - fylgist með upplýsingum á facebókarsíðu bæjarins

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana.

15. des. 2014 : Ákvörðun um lokun tekin of fljótt

Það er ljóst að gerð voru mistök með ákvörðun um að loka Jólaþorpinu á sunnudaginn.  Hafnarfjarðarbær og stýrihópur Jólaþorpsins biðjast velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

Síða 1 af 27