FréttirFréttir

30. des. 2013 : Björn Daníel og Hrafnhildur íþróttamenn Hafnarfjarðar 2013

Mikið fjölmenni var á 31. Íþróttahátíð Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi þar sem Björn Daníel Sverrisson og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar.

27. des. 2013 : Íþróttamenn Hafnarfjarðar 2013

Mánudaginn 30. desember nk. verður "Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar 2013" krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

23. des. 2013 : Gleðileg jól

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar senda bæjarbúum og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

18. des. 2013 : Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um endurnýjun á húsaleigubótum vegna ársins 2014. Umsókn ásamt staðfestu afriti skattframtals 2013 og staðgreiðslu-yfirliti 2013 eða veflykli skal berast í síðasta lagi þann 16. janúar 2014.

16. des. 2013 : Mánudagspistilinn

Aðalskipulag Hafnarfjarðar hefur farið til umsagnar lögboðinna aðila og hagsmunaaðila, og unnið er að úrvinnslu umsagna. Ýmsir umsagnaraðilar hafa fengið sérstaka kynningu á skipulaginu.

16. des. 2013 : Jól í Sívertsenshúsi

Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum að koma í heimsókn í Sívertsens-húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjölskyldu hans við Vesturgötuna.

13. des. 2013 : Spáð góðu Jólaþorpsveðri um helgina

Jólaþorpið í Hafnarfirði býður alla velkomna en um síðustu helgi komu margir við í Þorpinu og kíktu á jólavarning söluhúsanna og skemmtidagskrá.  

13. des. 2013 : Útskriftarhópur Súrefnis

Í desember  var átjándi hópurinn  útskrifaður af Súrefnisnámskeiði en námskeiðin hafa staðið yfir síðustu þrjú ár. Súrefni er virkninámskeið fyrir ungt fólk án atvinnu.
Hafnarfjörður

10. des. 2013 : Kraftur og uppbygging

Grunntónn fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar nú í kvöld, er kraftur og uppbygging í skólamálum og almennri þjónustu við íbúa bæjarins, áframhaldandi jafnvægi í rekstri og  markviss niðurgreiðsla skulda

10. des. 2013 : Vinningshafar í jólapakkaleik Jólaþorpsins

Um helgina var dregið í Jólapakkaleik Jólaþorpsins en verslanir í miðbænum gefa fallegar gjafir í pakkana.  Vinningshöfum er óskað til hamingju en þeir geta sótt pakkana í Jólaþorpið á opnunartíma þess

9. des. 2013 : Mánudagspistillinn

Um mánaðarmótin voru kynntar niðurstöður úr úttekt á opinberum vefjum 2013. Vefurinn okkar  www.hafnarfjordur.is lenti í öðru til þriðja sæti. Svona vefur verður til vegna þess að á bak við hann er frábært bæjarfélag, flottur vinnustaður og  fólk sem hefur metnað og vilja til að gera vel.

Síða 1 af 2