FréttirFréttir

31. okt. 2013 : Kveikjan

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hafnarfjarðarbær og Garðabær bjóða á opið hús fimmtudaginn 31. október kl. 15 í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni, Strandgötu 31 í Hafnarfirði

Hafnarfjörður

30. okt. 2013 : Bætt afkoma - lækkun fasteignaskatts

Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu, áframhaldandi niðurgreiðslu skulda og auknum framlögum til skólamála í  fjárhagsáætlun 2014 - 2017 sem lögð verður fram til fyrri umræðu í dag.

30. okt. 2013 : Bæjarstjórnarfundur

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 30.október kl. 14.00 í Hafnarborg.

29. okt. 2013 : Íbúafundur um framtíð Sólvangssvæðisins

Hafnarfjarðarbær boðar til íbúafundar um framtíð Sólvangssvæðisins laugardaginn 2.nóvember kl. 10.30 á Sólvangi.

28. okt. 2013 : Mánudagspistillinn

Í þessum fyrsta mánudagspistli mínum mun ég fara yfir það sem efst er á baugi í umræðu um umhverfismál í dag í Hafnarfirði, þungmálma í mosa, og viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar í sambandi við fréttir af mengun á iðnaðarsvæðunum.

28. okt. 2013 : Bókasafnferð

Þann 8. október fór Blái hópur frá Vesturkoti  í strætó á bókasafnið.  Langar þeim í kjölfarið að vekja athygli á því hversu vel er tekið á móti börnunum á safninu.

28. okt. 2013 : Dvalið hjá djúpu vatni

Laugardaginn 2. nóvember verður opnuð í Hafnarborg sýning sem gefur innsýn í fjölbreyttan feril listakonunnar Rúnu - Sigrúnar Guðjónsdóttur.
Sivertsen

25. okt. 2013 : Afmælishátíð Bjarna Sívertsens

Laugardaginn 26. óktóber verður afmælishátíð í Byggðasafni Hafnarfjarðar í tilefni 250 ára ártíð Bjarna Sívertsen.

24. okt. 2013 : Íþróttamót félagsmiðstöðvanna

Félagsmiðstöðvarnar standa fyrir íþróttamóti í vetrarfríi grunnskólann í íþróttahúsinu á Ásvöllum í dag. Keppt er í stelpu og strákaliðum í fótbolta, handbolta og körfubolta.

23. okt. 2013 : Frístundaklúbburinn Kletturinn

Á dögunum opnaði frístundaklúbbur fyrir börn og unglinga með fötlun í 5.-10. bekk í húsnæði Vinnuskólans við Hrauntungu 5.

23. okt. 2013 : 100 ára gamlar ljósmyndir

Verið að gera allt klárt í Sívertsenshúsi fyrir afmælishátíðina um helgina. Þegar gólfborð á efri hæð hússins voru tekinn upp  fundust merkilegir gripir, annars vegar barnaskór og hins vegar veski með 134 filmum.

Síða 1 af 3