Fréttir • 20StjornUngmennahusBanner

20 ungmenni í stjórn ungmennahúsanna

14. jan. 2022

20 ungmenni úr ólíkum áttum voru kosin til stjórnar 

Aðalfundur ungmennahússins Hamarsins var haldinn 16. desember síðastliðinn. Meðal efnis á fundi var kosning í stjórn ungmennahússins fyrir árið 2022 en kosning fer fram árlega. 20 ungmenni úr ólíkum áttum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu voru kosin til stjórnar. 11 koma nýir í stjórn og 9 reynsluboltar sitja áfram, reiðubúin að deila ráðum, reynslu og þekkingu. Frá og með janúar 2022 er sameiginleg stjórn í báðum ungmennahúsum Hafnarfjarðar. Stjórnin hittist a.m.k. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.

20StjornUngmennahus

Ungmennahúsin taka á móti öllum á aldrinum 16-25 ára

Í Hafnarfirði eru starfrækt tvö ungmennahús. Annarsvegar Hamarinn með starfsemi fyrir 16 - 25 ára og hinsvegar Músík og Mótor með starfsemi fyrir 13 - 25 ára . Innri starfsemi húsanna er frábrugðin hvor annarri en hefur sömu gildi og byggir á þeim forsendum að ungmennin séu drifkraftur í starfinu. Stjórnin hefur það hlutverk að skipuleggja starfsemi beggja ungmennahúsanna, efla tómstundastarf ungmenna á aldrinum 16-25 ára og vera ráðgefandi um þjónustu við ungt fólk í Hafnarfirði. Stjórninni ber að gæta hagsmuna allra óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, tungu, trú, skoðunum, þjóðernis, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum og gildi hennar eru jafnrétti, vinátta og vellíðan.

Veturinn fer vel af stað

Árið fer vel af stað hjá ungmennahúsunum og margar hugmyndir og margir viðburðir þegar komnir á dagskrá. Ákveðið hefur verið að vinna með þemaskipta mánuði og er janúar 2022 tileinkaður grænum lífstíl undir heitinu Grænúar. Febrúar verður tileinkaður samböndum og kynlífi undir heitinu ,,Ástarmánuðurinn” og mun Sigga Dögg kynlífsfræðingur m.a. vera með fyrirlestur. Þema marsmánaðar er andleg heilsa – Heilaheilsumánuðurinn - þar sem áhersla verður lögð á fræðslu og fróðleik um m.a. ræktun miðtaugakerfisins og ræktun líkamans. Apríl verður tileinkaður ,,Fokk ofbeldi” hreyfingunni og farið ítarlega yfir mörk í samskiptum, andlegt og líkamanlegt afbeldi, stafrænt ofbeldi og fleira. Maí verður svo einfaldlega ,,Próflokamánuðurinn” þar sem Hamarinn breytist í prófamiðstöð fyrri hluta mánaðar og seinni hluta mánaðar í skapandi vettvang og starfsstöð Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2022. Upplýsingar um dagskrá og viðburði verða aðgengilegar á Facebook síðu og Instagram síðu Hamarsins. Opnunartími ungmennahúsanna er breytilegur og miðar að því að mæta þörfum ungmennanna sem þau þjónusta.

Graenuar2022

Þessir sitja í stjórn starfsárið 2022-2023

 • Bjarki Freyr Ólafsson, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Marín Helgadóttir, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Sigurður Árni Gíslason, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Melkorka Assa Arnardóttir, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Vera Mist Magnúsdóttir, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Theódór Snær Björnsson, núverandi stjórnmeðlimur
 • Guðný Ósk Þórisdóttir , núverandi stjórnarmeðlimur
 • Torvald Michael Vágseið, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Ásbjörn Ingi Ingvarsson, núverandi stjórnarmeðlimur
 • Baraa Al Najjar, nýr í stjórn
 • Carlos Castillo, nýr í stjórn
 • Stefán Torrini, nýr í stjórn
 • Dagmar Hákonardóttir, ný í stjórn
 • Melrós Gunnarsdóttir var í stjórn/endurkoma
 • Logi Már Magnason, nýr í stjórn
 • Friðbjörn Valur Fannarsson, nýr í stjórn
 • Ingvar Hermannsson, nýr í stjórn
 • Ásgeir Óli Jensson, nýr í stjórn
 • Jasper Bunch, nýr í stjórn
 • Sigurður Már Gestsson, nýr í stjórn

Nánar um ungmennahúsið Hamarinn

Nánar um ungmennahúsið Músik og mótor