Fréttir
 • GledilegaThjodhatid2019

17. júní í Hafnarfirði

14. jún. 2019

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði kæru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á 17. júní með veglegum hætti og mun hátíðardagskrá standa yfir frá morgni til kvölds víðsvegar um bæinn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt, lifandi og skemmtileg. Við hvetjum Hafnfirðinga til að bjóða ættingjum og vinum HEIM í Hafnarfjörðinn og taka heilsubótargöngu um fallega Fjörðinn sinn og njóta.

Hátíðardagskrá á 17. júní

8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á Hamrinum
Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.

11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg
Annríki - Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 15:00.

Fornbílar frá Fornbílaklúbbi Íslands hittast á bílaplaninu við Flensborgarskólann kl.11. Bílarnir munu síðan aka á undan skrúðgöngunni niður að bílaplaninu við Hafnarborg og vera þar til sýnis framan af degi.

13:00 Skrúðganga frá Flensborgarskóla
Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna.

Hátíðarhöld á Thorsplani kl. 13:30-17:00
Karlakórinn Þrestir
Ávarp fjallkonu, Katla Sif Snorradóttir
Setning Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
Ávarp nýstúdents, Nanna Björg Guðmundsdóttir

 • 14:00 Latibær - Íþróttaálfurinn & Solla stirða
 • 14:20 Sigurvegarar í söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar
 • 14:30 Lína langsokkur - Ágústa Eva
 • 14:50 Fútluz - atriði frá söngleik Víðistaðaskóla
 • 15:00 Víkingabardagi - Rimmugýgur
 • 15:05 Katrín Halldóra syngur lög Ellýjar Vilhjálms
 • 15:30 Karíus og Baktus
 • 15:45 Systra-Akt söngleikur Flensborg
 • 16:00 BRÍET
 • 16:30 JóiP og Króli
 • 17:00 Maxi X Daxi

Kynnir er Björgvin Franz Gíslason

Skemmtidagskrá við Hafnarborg
Opið í Hafnarborg frá kl. 12-17

 • Tímahvörf: Sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð og sýningin comme ça louise?
 • Þjóðbúningasýning þar sem sérstök áhersla er lögð á þjóðbúninga kvenna og þróun þeirra.
 • 14:00-15:00 Guðrún Árný söngkona spilar og syngur íslenskar perlur í aðalsal Hafnarborgar
 • 15:30 Ingó Geirdal töframaður sýnir töfrabrögð í aðalsal Hafnarborgar
 • Línudans félags eldri borgara, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk gjörningur listahóps Vinnuskólans og hljómsveitirnar Little Menace og Ravison.


Skemmtidagskrá við Byggðasafnið
Opið í fimm húsum Byggðasafnsins frá kl. 11-17 auk ljósmyndasýningar á Strandstíg.
Við Pakkhúsið verður hestvagn Bettínu á ferli og hoppukastali.

Skemmtidagskrá við Bókasafnið

 • Diskótekið Dísa, hoppukastalar, litli róló
 • 15:00 Leikhópurinn Lotta sýnir brot af því besta


Víkingahátíð á Víðistaðatúni
Víkingahátíð Rimmugýgjar á Víðistaðatúni frá kl. 13:00-19:00. Aðgangur ókeypis.

 • 13:30 Víkingaskóli
 • 14:00 Tónlist - Boði
 • 15:00 Bogfimikeppni
 • 16:00 Víkingaleikir
 • 17:00 Tónlist - Hamradun
 • 18:00 Bardagasýning
 • 19:00 Lokaathöfn

Austurgötuhátíð
Hin stórskemmtilega Austurgötuhátíð verður haldin í níunda sinn þetta árið. Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði.

Linnetstígur
Brettafélag Hafnarfjarðar setur upp snjóbrettasýningu

Strandgatan, stræti og torg
Á Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, pílukast og tónlist. Þá verða skapandi sumarstörf og listahópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar á ferðinni.

Gamli Lækjarskóli
Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum og teymt verður undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla.

Sjúkrastofnanir
Heiða Ólafsdóttir og Helgi Hannesson heimsækja sjúkrastofnanir og flytja íslenskar perlur

Samgöngur og umferðarlokanir
Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:
Strandgata og Austurgata: við Lækjargötu
Linnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
Mjósund: við Austurgötu
Bílastæði fatlaðra við Linnetstíg 1
Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum og ganga eða taka strætó á viðburðastaði.
Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla.

17. júní á Byggðasafni Hafnarfjarðar
Lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna . Opið kl. 11:00-17:00 í fimm húsum: Pakkhúsinu, Sívertsens-húsinu, Beggubúð, Bungalowinu og Gúttó auk ljósmyndasýningar á strandstígnum.

Ókeypis aðgangur.

Pakkhúsið, Vesturgötu 6.
Pakkhúsið er aðalsýningarhús Byggðasafnsins og hýsir þrjár sýningar. Þemasýningin „Í skjóli klausturs“, Þannig var... saga Hafnarfjarðar frá landnámi til okkar daga og á efstu hæð hússins er að finna litríka leikfangasýningu fyrir börn og fullorðna. Í Pakkhúsinu er boðið uppá ratleik fyrir börnin.

Sívertsens-hús, Vesturgötu 6.
Sívertsens-húsið er elsta hús bæjarins, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð mesti athafnamaður í Hafnarfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Í húsinu er að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans.

Beggubúð, Kirkjuvegi 3b.
Í húsinu er verslunarminjasýning Byggðasafnsins. Húsið var byggt sem verslunarhús árið 1906 fyrir verslun Egils Jacobssens. Það stóð áður við Strandgötu en hefur nú verið flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús.

Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.
Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Í húsinu er sögu erlendu útgerðarinnar frá fyrri hluta 20. aldar í Hafnarfirði gerð skil en húsið sem slíkt er jafnframt einstakur safngripur.

Gúttó, Suðurgötu 7
Í Góðtemplarahúsinu hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og það mikla félags- og menningarstarf sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina.

Strandstígurinn
Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar má nú sjá sýninguna „Hafnarfjarðarhöfn í 110 ár“. Á sýningunni eru 58 ljósmyndir og nær hún allt frá Dröfn og vestur út Herjólfsgötu.


SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMA
Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐASTÖÐUM.