Fréttir
 • 17-j+¦n+¡-Hafnarfir+¦i-GG-0217

17. júní í miðbæ Hafnarfjarðar

16. jún. 2016

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði - þjóðhátíðardagurinn


Dagskrá á þjóðhátíðardegi

 • Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling. Skátafélagið Hraunbúar flaggar fánum víðsvegar um bæinn.
 • Kl. 11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg. Annríki - Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa.
 • Kl. 13:00 Skrúðganga frá Hamrinum að Thorsplani. Gengið niður Hringbraut í átt að Læknum, beygt inn Lækjargötu og Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna
 • Kl. 13:30 - 16:30 Hátíðarhöld á Thorsplani
 • Kl. 14:00 - 16:00 Skemmtidagskrá við Hafnarborg
 • Kl. 14:00 - 16:00 Skemmtidagskrá við Byggðasafn Hafnarfjarðar

Hátíðarhöld á Thorsplani

 • Kl. 13:30  Karlakórinn Þrestir, ávarp fjallkonu Elínar Fanneyjar Ólafsdóttur, setning forseta bæjarstjórnar Guðlaugar Kristjánsdóttur, ávarp nýstúdents Benedikts Arnars Þorvaldssonar
 • Kl. 14:00 Lína langsokkur
 • Kl. 14:30 Sylvía Erla Melstad ásamt dönsurum
 • Kl. 14:45 Rimmugýgur 
 • Kl. 15:00  

  Dansatriði frá dansskólanum Arabesque   

 • Kl. 15:10 Árni Svavar og hljómsveit 

 • Kl. 15:30 Brynjar Dagur (Iceland Got Talent)

 • Kl. 15:45  Ragnar Bjarnason og Eyþór Ingi taka lagið saman

 • Kl. 15:50 Eyþór Ingi og hljómsveit

Kynnar eru Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Sigyn Blöndal úr Krakkafréttum.

Dagskrá á Strandgötu, stræti og torg

 • Sölubásar, leiktæki, skotbakkar, þrautabraut, andlitsmálun og loftboltar
 • Margrét og Birkir Blær - Harmonikku og saxafón dúett
 • Kaffisala skáta í og við húsnæði Rauða krossins við Thorsplan
 • Skapandi sumarstörf verða á ferðinni

Dagskrá á og við Ráðhústorg

 • Leiktæki
 • Borðtennisdeild BH
 • Bókabíllinn
 • Bréfdúfusýning
 • Hljómsveitarkeppnin Bæjarbandið í Bæjarbíói

Austurgötuhátíð

 • Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna á Austurgötuna
 • Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum
 • Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla við gamla Lækjarskóla

Ásvellir og Vallahverfi

 • Kl. 10:00 - 18:00 Fjör og hvatning við endamark WOW Cyclothon á svæðinu til móts við Steinhellu á Völlunum
 • Kl. 17:00  FH - Haukar. Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna í handbolta.  

  Dómarar verða Bjarni Viggósson  og Sigurður Hjartarson. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sýnir skemmtiatriði í hléi. Kynnir er Helgi Ásgeir Harðarson

Skemmtidagskrá við Hafnarborg

 • Kl. 14:00 Hljómsveitin Marinarás
 • Kl. 14:00 Listasmiðja í Hafnarborg. Smiðja fyrir bæði unga sem aldna sem tekur mið af sumarsýningu Hafnarborgar: Ummerki vatns. Verður haldin utandyra ef veður leyfir
 • Kl. 14:20 Línudans eldri borgara
 • Kl. 14:35 Margrét og Birkir Blær - Harmonikku og saxafón dúett
 • Kl. 15:00 Skylmingadeild FH
 • Kl. 15:30 Línudans eldri borgara

Kvartmíluklúbburinn sýnir bíla og Mótorhjólaklúbburinn Gaflarar sýna mótorhjól fyrir framan Hafnarborg.  Opið í Hafnarborg frá kl. 12-17 (ókeypis aðgangur). Sumarsýning Hafnarborgar að þessu sinni er samsýning sex listamanna sem eiga það sameiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum - sýningin Ummerki vatns. Litur, vatn og uppgufun þess er kjarni hugmyndarinnar – hver eru ummerkin eftir umbreytinguna? Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Anna Rún Tryggvadóttir, Florence Lam, Harpa Árnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal. Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson.

Skemmtidagskrá við Byggðasafn Hafnarfjarðar

 • Kl. 14:00 Listdansskóli
 • Kl. 14:30 Arabesquedans frá SH
 • Kl. 15:00 Hljómsveitin Marinarás

Hestakerra ekur börnum um svæðið. Byggðasafn Hafnarfjarðar er lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna  sem opið er frá kl. 11:00-17:00 í sex húsum auk ljósmyndasýningar á Strandstíg. Aðgangur er ókeypis

 1. Pakkhúsið, Vesturgötu 8. Aðalsýningarhús Byggðasafns og hýsir þrjár sýningar. Þemasýningu um bíóbæinn Hafnarfjörð, Þannig var... saga Hafnarfjarðar frá landnámi til okkar daga og á efstu hæð hússins er að finna litríka leikfangsýningu fyrir börn og fullorðna.
 2. Sívertsens-hús, Vesturgötu 6. Húsið er elsta hús bæjarins, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð mesti athafnamaður í Hafnarfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Í húsinu er að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans.
 3. Beggubúð, Kirkjuvegi 3b. Í húsinu er verslunarminjasýning Byggðasafnsins. Húsið var byggt sem verslunarhús árið 1906 fyrir verslun Egils Jacobssens. Það stóð áður við Strandgötu en var flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús árið 2008.
 4. Siggubær, Kirkjuvegur 10. Það að koma inn í þetta litla hús er í raun einstök upplifun en Siggubær var byggður árið 1902 og er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns eða sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Við Siggubæ er auk þess opin sýningin „Álfar og álafatrú“.
 5. Bookless Bungalow, Vesturgötu 32. Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Í húsinu er sögu erlendu útgerðarinnar frá fyrri hluta 20. aldar í Hafnarfirði gerð skil en húsið sem slíkt er jafnframt einstakur safngripur.
 6. Gúttó, Suðurgötu 7. Í Góðtemplarahúsinu hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og því mikla félags- og menningarstarfi sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina.
 7. Strandstígurinn.  Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar má sjá nýja ljósmyndasýningu sem á eru ljósmyndir eftir áhugaljósmyndarann Ásgeir Kr. Sörensen af daglegu lífi Hafnfirðinga um miðja 20. öld. Á sýningunni eru 60 ljósmyndir og nær hún allt frá Fjörukrá og vestur út Herjólfsgötu.

Annað í gangi

 • Kl. 12:00-18:00  Opið hús í Hjólabrettahöllinni á Flatahrauni hjá Brettafélaginu - frítt inn
 • Ragnar Bjarnason heimsækir sjúkrastofnanir ásamt undirleika og heldur tónleika.
 • Sólstöðuhátíð Víkinga verður um daginn við Fjörukránna 
 • Fríkirkjan verður með opið hús

Samgöngur og umferðalokanir

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:

 • Strandgata og Austurgata: við Lækjargötu
 • Linnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
 • Mjósund: við Austurgötu
 • Bílastæði fatlaðra við Linnetstíg 1

Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum og ganga eða taka strætó á viðburðastaði. Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Iðnskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla. Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda. ATH....Hundar eru EKKI LEYFÐIR á viðburðastöðum. 

Fögnum deginum saman....í miðbæ Hafnarfjarðar! :)