Fréttir
 • 25AraStarfsafmaeli

1000 ár af starfsreynslu

9. jún. 2021

Sjötta árið í röð veitir Hafnarfjarðarbær starfsfólki sínu sérstaka viðurkenningu fyrir 25 ára samfellt starf hjá sveitarfélaginu. Í ár fengu 40 starfsmenn viðurkenningu fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 1000 árum af samstarfi og starfsreynslu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. Stór hluti hópsins hefur unnið nokkur ár til og einhver hópur áratugi til hjá bænum. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda í ár er að í ár eru einnig 25 ár liðin frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri leik- og grunnskóla. Afhending viðurkenninga fór fram við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær.

Uppskeruhátíð að vori ár hvert

Vorið er tími uppskeru, útskrifta, viðurkenninga og persónulegra sigra. Í sex ár hefur Hafnarfjarðarbær blásið til viðurkenningarhátíðar að vori til að fagna og þakka sérstaklega því starfsfólki sem náð hefur þeim áfanga að hafa starfað um 25 ára skeið hjá bænum og þar með varið stórum hluta af sinni starfsævi, áhuga og faglegu starfi í þágu bæjarins. Í ár voru veittar viðurkenningar til 40 starfsmanna sem samanlagt hafa starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í rúmlega 1000 ár. Við athöfnina tók Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri til máls og talaði sérstaklega um mikilvægi mannauðsins og þess fólks sem býr til vinnustaðinn Hafnarfjarðarbæ. Þakkaði Rósa starfsfólkinu fyrir vel unnin störf fyrir hönd íbúa, samstarfsfólks og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og afhenti hverjum og einum viðurkenningu og 50.000.- kr. gjafabréf.

Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

 • Aldís Ebba Eðvaldsdóttir Hvaleyrarskóli
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir Víðistaðaskóli
 • Anna Kristín Jóhannesdóttir Víðistaðaskóli
 • Ásta Guðríður Björnsdóttir Setbergsskóli
 • Bjarnheiður J Guðmundsdóttir Hvaleyrarskóli
 • Edda Arnbjörnsdóttir Víðistaðaskóli
 • Guðríður Guðmundsdóttir Fjölskyldu- og barnamálasvið
 • Gunnur Baldursdóttir Hvaleyrarskóli
 • Helga Guðlaug Einarsdóttir Öldutúnsskóli
 • Helga Gunnarsdóttir Áslandsskóli
 • Helga Stefánsdóttir Umhverfis- og skipulagssvið
 • Herdís Danivalsdóttir Setbergsskóli
 • Hildur Guðmundsdóttir Setbergsskóli
 • Hrönn Bergþórsdóttir Víðistaðaskóli
 • Ingibjörg Einarsdóttir Lækjarskóli
 • Ingibjörg Þórðardóttir Leikskólinn Stekkjarás
 • Kristín Laufey Reynisdóttir Skarðshlíðarskóli
 • Margrét Guðbrandsdóttir Setbergsskóli
 • Margrét Ólöf Jónsdóttir Setbergsskóli
 • Margrét Sigurgeirsdóttir Víðistaðaskóli
 • Margrét Svanborg Karlsdóttir Hvaleyrarskóli
 • Ólafur Þórarinsson Áslandsskóli
 • Ólöf Kristín Einarsdóttir Setbergsskóli
 • Ragnheiður E Ásmundsdóttir Setbergsskóli
 • Rannveig Hafberg Skarðshlíðarskóli
 • Rannveig Jónsdóttir Lækjarskóli
 • Rósa Kristín Gísladóttir Hraunvallaleikskóli
 • Rósa Sigurbergsdóttir Öldutúnsskóli
 • Sigríður Sólveig Bárðardóttir Hvaleyrarskóli
 • Sigrún Birgisdóttir Lækjarskóli
 • Sigrún Einarsdóttir Hvaleyrarskóli
 • Sigurborg Hrönn Sævaldsdóttir Hvaleyrarskóli
 • Soffía K Kristjánsdóttir Hvaleyrarskóli
 • Sólveig Kristjánsdóttir Setbergsskóli
 • Stefán E. Petersen Hvaleyrarskóli
 • Steinar Stephensen Hvaleyrarskóli
 • Unnur Elfa Guðmundsdóttir Áslandsskóli
 • Valgerður Auður Andrésdóttir Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
 • Þóra Flygenring Öldutúnsskóli
 • Þrándur Sigurðsson Engidalsskóli