FréttirFréttir

SinfoniuhljomsveitTonlistarskolannaII

16. nóv. 2017 : Sjóður Friðriks og Guðlaugar

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist.

10. nóv. 2017 : Jólaskreytingar

Núna þegar fyrsti snjórinn er fallinn er vinna við jólaskreytingar í bænum hafin.

7. nóv. 2017 : Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunar

Næst komandi þriðjudagkvöld 14. nóvember verður íbúafundur með bæjarstjóra og sviðstjórum þar sem fjárhagsáætlun bæjarins 2018. Fundurinn er haldinn í Bæjarbíói og hefst stundvíslega kl. 20. Gera má ráð fyrir að fundurinn stendi yfir í c.a. 1,5 klst. 

IMG_1391

7. nóv. 2017 : Heilsueflandi spilastokkar inn öll heimili í Hafnafirði

Í vikunni berast inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði spilastokkar með kveðju frá Heilsubænum Hafnarfirði.  Spilastokkarnir innihalda 52 hugmyndir af afþreyingu í Hafnarfirði allt árið um kring. 

HafnarfjordurFallegur

6. nóv. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 8. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 8. nóvember. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu. 

HafnarfjordurFallegur

6. nóv. 2017 : Traustur rekstur, þjónusta efld og uppbygging framundan

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu á miðvikudaginn. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins, viðhald á eignum bæjarins verður verulega aukið og framkvæmdir verða meiri en í langan tíma. Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest verður fyrir eigið fé sveitarfélagsins og söluandvirði lóða. Mikil áhersla er á umbætur í leik- og grunnskólum bæjarins, bæði hvað faglegt starf varðar sem og á húsnæði og aðbúnaði nemenda og starfsfólks. Fjölskyldan er í fyrirrúmi í þeirri fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir.

_MG_9030

6. nóv. 2017 : Tillögur að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Austurgötu 36

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 03.10.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Austurgötu 36 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Jafnframt verður tillagan grenndarkynnt. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hafnarfjörður miðbær.

DF5A9AB76DD5E091EB51FC3577D207ABC688163FB73D579D9A2A35DD8582BBB8_713x460

4. nóv. 2017 : Fyrsta alvöru haustlægðin á morgun

Festa þarf alla lausa hluti og huga að niðurföllum. Ekki þarf að hrófla við skólastarfi að svo stöddu. 

2. nóv. 2017 : Framtíð St. Jósefsspítala

Lífsgæðasetur, þjónustuhús fjölskylduþjónustu og héraðsskjalasafn eru á meðal tillagna starfshóps sem skyldi vinna að mótun framtíðarstefnu um nýtingu á St. Jósefsspítala. 

31. okt. 2017 : Skólamatur tekið við skólamáltíðum

Samningar náðust við Skólamat um að taka við afgreiðslu skólamáltíða á morgun miðvikudaginn 1. nóvember. Þessar breytingar voru kynntar foreldrum og forráðamönnum barna fyrir helgi og allt unnið með það að leiðarljósi að nemendur skólanna finni sem minnst fyrir breytingunum.  

Síða 1 af 91