Fréttir
BlasarafornamVor2021

14. maí 2021 : Blásarafornám í stað blokkflautukennslu

Breytingar sem gerðar voru á seinna ári forskólans í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2019 hafa orðið til þess að aðsókn í blásaradeild skólans að forskólanámi loknu hefur aukist til muna. Forskólinn breyttist í blásarafornám þar sem nemendur læra á blásturshljóðfæri í litlum hópum í stað hefðbundinnar blokkflautukennslu.

KomduUtAdLeika2

14. maí 2021 : Styrkur til dagsferða með fylgdarlausum ungmennum

Hamarinn og Rauði krossinn Youth Club fengu styrk frá Æskulýðssjóði til að fara í a.m.k 6 dagsferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið með fylgdarlaus ungmenni sem hér eru stödd í leit að hæli, og hóp af hafnfirskum ungmennum.

HvatningarverdlaunSamfesmai2021

14. maí 2021 : Hamarinn fær hvatningarverðlaun Samfés

Hamarinn ungmennahús Hafnarfjarðar fékk Hvatningarverðlaun Samfés fyrir verkefnið sitt ,,Liggur þér eitthvað á hjarta?“ sem snýst um að veita ungu hafnfirsku fólki greiða og skjóta þjónustu að ráðgjöfum frá Berginu headspace og Samtökunum 78 og sálfræðiþjónustu. 

BjartirDagarPodCast2021

12. maí 2021 : Hlaðvarpið VITINN - Bjartir dagar í allt sumar

Tryggvi Rafnsson og Andri Ómarsson fara í þættinum yfir hvernig hátíðinni Björtum dögum verður háttað í sumar ásamt því að ræða sérstaklega örstyrki sem hægt er að sækja um til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumarið 2021. 

SinueldarFreyrArnarsonRuv

12. maí 2021 : Hættustig vegna gróðurelda

Í ljósi þess að hættustig ríkir á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum sendir aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins frá sér eftirfarandi tilkynningu.

IMG_7969

11. maí 2021 : Aðalgötur í Hafnarfirði háþrýstiþvegnar

Vorsópun á götum innan hverfa í Hafnarfirði er nú lokið en sópun á stéttum og göngustígum stendur enn yfir. Sópun og háþrýstiþvottur á aðalgötum Hafnarfjarðarbæjar hófst í síðustu viku og mun ljúka í vikunni. 

IMG_5439

11. maí 2021 : Spennandi sumarstörf fyrir námsmenn - nokkur dæmi

Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Hópurinn mun hreiðra um sig á vettvangi starfs eða í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn. Umsóknarfrestur er 16. maí. 

IMG_6895

10. maí 2021 : Sérstakur styrkur gildir líka á sumarnámskeið

Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- tómstundarstyrk. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2021. 

VitinnViktoria

10. maí 2021 : Viktoría frá Vitanum kom, sá og sigraði Samfés 2021

Þrír hafnfirskir nemendur kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva í söngkeppni Samfés sem haldin var í gær og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Viktoría Tómasdóttir, nemandi í 10. bekk í Lækjarskóla, stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár. 

HertarAdgerdir

10. maí 2021 : Covid19: 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. 

Honnunarstadall2020

6. maí 2021 : Vitinn - nýtt hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær er á hraðferð í stafrænum umbreytingum. Á stuttum tíma í stafrænu samhengi hafa stór sem smá verkefni litið dagsins ljós og hlutirnir gerst hratt þrátt fyrir þá staðreynd að nýjar stafrænar vörur eða lausnir taka yfirleitt einhver ár í undirbúningi og framleiðslu. Hönnunarkerfið Vitinn er gott dæmi um mikilvægt og stórt stafrænt verkefni.   

Síða 1 af 91