Fréttir
IMG_9155

15. nóv. 2019 : Dellukall sem fékk listrænt uppeldi

Eiríkur ræðir í þessu spjalli Vitans um mikilvægi tónlistar í stóra samhenginu, lífið sem Hundur í óskilum og þá sköpun sem er að eiga sér stað í Tónlistarskóla Hafnafjarðar alla daga. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er stór tónlistarskóli sem er alltaf að prófa sig áfram og þróun og nýsköpun í skólastarfi með virkri þátttöku starfsfólks og nemenda.

14. nóv. 2019 : Framkvæmdir í Seltúni

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Seltúni og má gera ráð fyrir að framkvæmdir á morgun, föstudaginn 14. nóvember, geti haft töluverðar raskanir eða lokanir í för með sér. Unnið er að því að loka borholu á svæðinu. 

13. nóv. 2019 : Sterk fjárhagsstaða og stöðugleiki

Áhersla verður lögð á að nútímavæða og þróa þjónustu sveitarfélagsins með hagnýtingu upplýsingatækni og skýrari verkferlum. Aukin þjónusta við íbúa og fyrirtæki verður áfram grundvallarverkefni sveitarfélagsins þar sem forvarnir verða í forgrunni og áfram unnið að stórum fjölbreyttum innleiðingarverkefnum.

SamstarfSamgongustofa

13. nóv. 2019 : Samstarf við Samgöngustofu um umferðarmál

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í sérstöku samstarfi við Samgöngustofu á skólaárinu 2019-2020. Samgöngustofa tekur þátt í að styðja grunnskóla bæjarins við að efla umferðarfræðslu í skólunum með ráðgjöf og kennslu.

IMG_8881

13. nóv. 2019 : Endurskinsmerki aðgengileg í sundlaugum

Öll sex ára börn fengu endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði í haust þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Verkefnið er til þess fallið að auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri á ferðum sínum um bæinn.

Skipulag

13. nóv. 2019 : Suðurgata 73

Deiliskipulagsbreyting

SMTInnleidingBjarkalundur

12. nóv. 2019 : Bjarkalundur orðinn fullgildur SMT leikskóli

Leikskólinn Bjarkavellir hefur útskrifast sem fullgildur og sjálfstæður SMT leikskóli. Allir grunnskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt SMT skólafærni og einnig fjölmargir leikskólar. Bjarkavellir bætist nú í hóp þeirra.

HafnarfjordurFallegur

11. nóv. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 13. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

HafnarfjordurAslandid

11. nóv. 2019 : Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lokið

Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lauk í morgun, mánudaginn 11. nóvember og á vatnsþrýstingur að vera kominn í eðlilegt horf. Þökkum sýndan skilning!

IMG_8774

11. nóv. 2019 : Hvað fær nemendur til að ljóma?

Menningarmót var haldið hjá nemendum á miðstigi í Hvaleyrarskóla í lok síðustu viku. Þann dag buðu nemendur foreldrum sínum og samnemendum að koma og skoða afrakstur vinnu sinnar undanfarnar vikur þar sem þeir unnu fjölbreytt verkefni sem tengjast persónulegri menningu þeirra. 

11. nóv. 2019 : Haukasvæði - Ásvellir 1

Deiliskipulagsbreyting

Síða 1 af 91