Fréttir
17. ágú. 2017 : Sérstakur húsnæðisstuðningur

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti eftirfarandi breytingartillögu á fundi sínum þann 12. maí sl.: 

Tilbod-lesin

15. ágú. 2017 : Tilboð lögaðila opnuð í lóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, í morgun

Í morgun klukkan tíu voru opnuð tilboð frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda.

14. ágú. 2017 : Hafnarfjarðarbær opnar bókhaldið

Hafnafjarðarbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hefur opnað aðgengi almennings að bókhaldi sínu. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem bæjarbúar og aðrir geta kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja. 

HafnarfjordurFallegur

10. ágú. 2017 : Fyrst íslenskra sveitarfélaga til að fá jafnlaunavottun

Hafnafjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Markmiðið með innleiðingunni er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

_A122285

3. ágú. 2017 : Breyting á deiliskipulagi Einhellu 9

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns / Einhellu 9 

Skoli-1

3. ágú. 2017 : Skóli í Skarðshlíð verksamningur

Hafnarfjarðarbær og Eykt skrifuðu á dögunum undir samning um hönnun og byggingu á nýjum skóla í Skarðshlíð

MislaegGatnamot2017Utbod

1. ágú. 2017 : Lokanir á Reykjanesbraut

Vegna malbikunarframkvæmda verður lokað fyrir umferð um syðri akbraut Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Ásbrautar miðvikudaginn 02.08.17 og fimmtudaginn 03.08.17 frá kl. 19.00 hvort kvöld og fram á nótt. Merkt hjáleið fyrir umferð er um Vallahverfi í Hafnarfirði

Listalundur2016

31. júl. 2017 : Snyrtileikinn 2017 - tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

Thrastaras-Kriuas-2

31. júl. 2017 : Viðhald og endurnýjun valla og leiksvæða í fullum gangi

Mikil vinna hefur farið í það í sumar að halda bænum okkar hreinum, í sláttur og hreinsun og viðhald á opnum leiksvæðum og völlum. Nýlega var skipt um undirlag á tveimur opnum leikvöllum þar sem sett var gervigras og gúmmíhellur til að auka öryggi, notagildi og líftíma vallanna. 

13555512_10154286998061419_612499920_o

27. júl. 2017 : Framkvæmdir við Lækjargötu 2 – þökkum sýndan skilning

Síðustu daga og vikur hefur mikill undirbúningur átt sér stað innanhúss í Lækjargötu 2 sem miðað hefur að því að búa húsið undir niðurrif. Nú er kominn tími á framkvæmdir utanhúss og er gert ráð fyrir að niðurrif á húsi eigi sér stað dagana 27.júlí – 4.ágúst með tilheyrandi röskun fyrir gangandi og akandi vegfarendur. 

Vinningstillaga3Dvergur

26. júl. 2017 : Uppbygging á Lækjargötu 2 - vinningstillaga

TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun hlutu um miðjan júlí fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum svokallaða við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tillagan var unnin fyrir GG verk. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. 

Síða 1 af 91