Fréttir
Gardurgangursotturheim

22. apr. 2017 : Garðúrgangur sóttur heim

Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 24. apríl – 3. maí. Garðúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ verður sóttur heim mánudaginn 24. apríl, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum miðvikudaginn 26. apríl og í Áslandi, á Völlum og Holti miðvikudaginn 3. maí.  Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera búnir að setja garðúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. 

IMG_8312

20. apr. 2017 : Nýtt grillhús á Víðistaðatúni

Á Sumardaginn fyrsta opnar Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og hefur fengið bæjarfulltrúa til að grilla pylsur handa gestum á svæðinu. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú er og snýr næsta verkefni að því að fjölga leiktækjum og bekkjum á svæðinu.

IMG_8022

20. apr. 2017 : Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni standa hátíðarhöld yfir frá kl. 11 og fram eftir degi en auk þess teygja hátíðarhöldin anga sína víðar um bæinn.

Menningarstyrkir2017

19. apr. 2017 : Styrkir sem augða og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni í heild hlutu styrk að þetta sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.

Baejarlistamadur2017--2-

19. apr. 2017 : Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. 

IMG_8034

19. apr. 2017 : Sumarsöngur og leikskólalist

Rúmlega 400 nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga í Björtum dögum og er Sumardagurinn fyrsti stór hluti af hátíðarhöldunum.

Bjartir-dagar-Gakktu-i-baeinn-listamenn-035_resize

18. apr. 2017 : Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á fyrstu bæjarhátíð sumarsins! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði 16. - 23. apríl þar sem stofnanir bæjarins, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum.

IMG_2651

18. apr. 2017 : 17. júní - þín þátttaka?

Þjóðhátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Tekið er við hugmyndum til 7. maí

IMG_7245

12. apr. 2017 : Í bæjarfréttum er þetta helst...

Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.

_MG_7752

11. apr. 2017 : Tímamót í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið lægra síðan 1992 og voru engin ný lán tekin á árinu 2016 þrátt fyrir fjárfestingar m.a. í nýjum leikskóla. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er jákvæð um 538 milljónir króna á meðan ársreikningur 2015 sýndi neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 milljónir króna. Breytt forgangsröðun og hagræðingar í kjölfar rekstrarrýni á árinu 2015 er að skila væntum árangri og um að ræða tímamót í rekstri Hafnarfjarðarbæjar.  

_MG_8872

10. apr. 2017 : Komdu í sund um páskana!

Ákveðið hefur verið að hafa opið í sundlaugum Hafnarfjarðar um páskana og er það breyting frá því sem verið hefur til þessa. Á Föstudaginn langa verður opið frá kl. 8-17 í Suðurbæjarlaug og á Páskasunnudag frá kl. 8-17 í Ásvallalaug.

Síða 1 af 91