Fréttir
SottkviTilslokun25Jan2022

25. jan. 2022 : COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví

Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. 

Hafnarfjordur2020

24. jan. 2022 : Fasteignagjöld 2022 - álagningarseðlar aðgengilegir

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is.

Lifshlaupid20221

21. jan. 2022 : Skráning í Lífshlaupið er hafin

Lífshlaupið 2022 - landskeppni í hreyfingu - hefst þann 2. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

IMG_1517

21. jan. 2022 : Niðurfelling gjalda vegna sóttkvíar/einangrunar barna

Síðustu daga og vikur hefur Covid haft mikil áhrif á skólasamfélagið í Hafnarfirði líkt og í öðrum sveitarfélögum. Á tímum sem þessum eiga foreldrar og forsjáraðilar rétt á niðurfellingu gjalda vegna sóttkvíar og einangrunar barna sinna. Hafnarfjarðarbær og starfsfólk bæjarins vill nota tækifærið og þakka fjölskyldum bæjarins fyrir sýndan skilning á ótrúlegum tímum sem sannarlega hafa haft áhrif á allt skólasamfélagið og fjölskyldulífið. Samstarfið og samtalið síðustu daga, vikur og ár hefur einkennst af virðingu og vinsemd. Fyrir það ber að þakka sérstaklega. 

Hvatningarverdlaun2021Taka2

21. jan. 2022 : Hvatningarverðlaun MsH - tilnefningar óskast

Sjötta árið í röð veitir Markaðsstofa Hafnarfjarðar hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt eru veittar viðurkenningar til fyrirtækja, félaga eða einstaklinga sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum. Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

5O5A5372

20. jan. 2022 : Fræðandi, hvetjandi og styðjandi samfélag

Ásdís Auðunsdóttir, Inga Fríða Tryggvadóttir og Unnur Elfa Guðmundsdóttir eiga það sameiginlegt að vera allar metnaðarfullir stjórnendur og faglegir leiðtogar hjá Hafnarfjarðarbæ. Áhugi, reynsla, sýn og persónuleiki marka stjórnunarstíl þeirra og áherslur, í starfi þar sem mannauðurinn er mikilvægasta auðlindin.

Covid19jan2022

19. jan. 2022 : Sýnataka í smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð

Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þessa efnis. Með reglugerðinni er einstaklingum í einangrun jafnframt veitt takmörkuð heimild til útiveru.

Asvellir3Mynd2

19. jan. 2022 : Samningur um knatthús á Ásvöllum og eftirgjöf lóðar

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu á dögunum framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Samhliða afhenti félagið óbyggða lóð til Hafnarfjarðarbæjar undir uppbyggingu á 100-110 íbúðum. Nánar tiltekið lóðina Ásvelli 3 sem varð til úr lóðinni Ásvellir 1 og er þegar skilgreind í samþykktu deiliskipulagi vegna Ásvalla 1. Með þessari eftirgjöf skapast aukið svigrúm til að hraða uppbyggingu knatthússins.

18. jan. 2022 : Styrkir til viðhalds og endurbóta eldri húsa

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds og verndunar annarra mannvirkja í bænum sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss og sjónarmið húsverndar. 

Slobbum3

18. jan. 2022 : Slöbbum saman 15. janúar - 15. febrúar

Slöbbum saman er verkefni Landlæknisembættis, ÍSÍ, UMFÍ, Heilsueflandi samfélags og Sýn sem miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig

20StjornUngmennahusBanner

14. jan. 2022 : 20 ungmenni í stjórn ungmennahúsanna

Aðalfundur ungmennahússins Hamarsins var haldinn 16. desember síðastliðinn. Meðal efnis á fundi var kosning í stjórn ungmennahússins fyrir árið 2022 en kosning fer fram árlega. 20 ungmenni úr ólíkum áttum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu voru kosin til stjórnar. 11 koma nýir í stjórn og 9 reynsluboltar sitja áfram, reiðubúin að deila ráðum, reynslu og þekkingu.

Síða 1 af 91