FréttirFréttir

Ungmennamenning1taka

18. jan. 2019 : Hvað er unglingamenning? Erasmus+ verkefni

Þessar pælingar urðu kveikjan að því að hópur unglinga úr Öldunni kom sér í samband við hóp unglinga frá Oulu í Finnlandi, bjuggu til verkefni, unnu að umsókn um styrkveitingu og fengu styrk frá Erasmus+ upp á €19.900

Matargjald

17. jan. 2019 : Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum

Frá og með 1.janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og  fjölskyldunúmer í Þjóðskrá. 

UndirritunIBH_1547629377125

16. jan. 2019 : Samningar undirritaðir við ÍBH

Undirritaðir hafa verið tveir samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. ÍBH er regnhlífasamtök allra íþróttafélaga í Hafnarfirði með milli 15-16 þúsund iðkendur og er því stærsta fjöldahreyfing í Hafnarfirði og öflugur vettvangur fyrir heilsueflingu og uppeldi.

15. jan. 2019 : Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 17. febrúar 2019.

RaudiKrossinnHafnarfirdi

15. jan. 2019 : Börn og umhverfi námskeið í Hafnarfirði

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldið dagana 22, 23, 29 og 30. janúar 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). 

15. jan. 2019 : Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin nær til reits 1 sem er aðstaða skógræktarfélags Hafnarfjarðar á núverandi uppdrætti og felur í sér stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús, gróðurhús og kennslustofu ásamt lóðarstækkun.

Flokkid

14. jan. 2019 : Tíðari hirðing blátunnu

Frá og með 1. janúar 2019 er blátunna tæmd á 21 dags fresti. Ákveðið hefur verið að auka hirðutíðni m.a. í þeirri von að magn pappa í grátunnu hverfi alveg. Líta skal á sorphirðudagatal sem viðmiðunardagatal þar sem veðurfar, veikindi og bilanir geta haft áhrif.

Tonlistarskolinn

11. jan. 2019 : Söngnámskeið Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Fjögurra vikna söngnámskeið frá 28. janúar til 22. febrúar undir leiðsögn Ernu Guðmundsdóttur og Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkennara. Um er að ræða 4 x 30 mínútna einkatíma með söngkennara á viku og 2 x 60 mínútna hóptíma með söngkennurum og undirleikara. 

VoxturOgVellidan

9. jan. 2019 : Heilsan í fyrsta sæti!

Heilsubærinn Hafnarfjörður siglir vel af stað inn í nýja árið og mun í ár, líkt og í fyrra, bjóða upp á fjölbreytta viðburði, heilsubótargöngur, jafningjafræðslu og aðra þjónustu sem miðar að því að efla og styrkja íbúa og starfsmenn á öllum aldri í vegferð sinni að líkamlegu og andlegu heilbrigði.

9. jan. 2019 : Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni.

HafnarfjordurFallegur

7. jan. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 9. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  9. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  

Síða 1 af 91