Fréttir
5O5A3821

9. des. 2021 : Áhugaverð saga í gömlum húsum - jólin í byggðasafninu

Þeir sem ætla að leggja leið sína í Hellisgerði fyrir jólin og skoða dásamlegar skreytingar ættu að koma við í Byggðasafninu. Þar er ekki síður skreytt og innandyra áhugaverðar sýningar fyrir allan aldur. Björn Pétursson bæjarminjavörður segir að fallegar jólaskreytingar séu komnar utan á húsið. Sérstök jólaútstilling er á Beggubúð, en þar er verslunarminjasýning sem hefur fengið jólalegan blæ. Byggðasafnið samanstendur af sex húsum en við Byggðasafnstorg standa Pakkhús, Sívertsens-hús og Beggubúð.

FristundastyrkurVidbotHaust2021

8. des. 2021 : Viðbótarstyrkur vegna frístunda haustið 2021

Hafnarfjarðarbær vekur sérstaka athygli á því að börn fædd árin 2006-2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000.- kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Um er að ræða styrk frá félagsmálaráðuneyti vegna COVID-19 sem sveitarfélögin sjá um að greiða út. Markmið með styrknum er að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

BoluefniCovid19Feb2021

8. des. 2021 : COVID-19: Óbreyttar ráðstafanir næstu tvær vikur

Ákveðið hefur verið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. 

0K1A3012

8. des. 2021 : Jólahjarta Hafnarfjarðar í Bæjarbíó á aðventunni

Bæjarbíó og Mathiesen stofan skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Ýmsir dagskrárliðir eru í boði sem fastagestir geta stólað á, ár eftir ár, en einnig er bryddað upp á nýjungum eins og rekstraraðilunum einum er lagið. Í ár töfrar Bæjarbíó fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð sem er með svipuðu sniði og aðrar tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói - í upphituðu fagurlega skreyttu risatjaldi í bakgarðinum. Þar verða trúbadorar, skífuþeytar og „singalong“ sem kæta mannskapinn og hægt að kaupa hina margrómuðu humarsúpu frá Tilverunni. Frítt er inn á svæðið.

5O5A3519

7. des. 2021 : Notaleg jólastemning í Hafnarborg

Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, segir að vel sé tekið á móti gestum á aðventunni í safninu. Þar eru í boði sýningar, tónleikar og jóladagatal fyrir fjölskyldur. 

5O5A3885

6. des. 2021 : Bókasafnið hefur þjónað mörgum kynslóðum

Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður bókasafns Hafnarfjarðar, hefur í nógu að snúast þessa dagana enda mikill gestagangur í safninu sem mun halda upp á eitt hundrað ára afmæli á næsta ári.

IMG_9883

6. des. 2021 : Árlegt jólarölt FKA tekið í Hafnarfirði

Hið árlega jólarölt FKA 2021 var tekið í jólabænum Hafnarfirði í lok síðustu viku. Jólaröltið hófst með jólaglöggi á bókakaffihúsinu á Norðurbakkanum og í framhaldinu nýttu FKA konur tímann vel og önduðu að sér jólaandanum í jólabænum sem skartar sínu fínasta þessa dagana. Félagskonur vörðu tíma saman, kíktu á félagskonur í Hafnarfirði, versluðu, nutu samveru, veitinga og fengu fræðslu og frábærar móttökur í verslunum með hressingu og tilboðum. Það þótti tilvalið að enda jólaröltið í Hellisgerði þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hópnum með örfáum orðum og laufléttum veitingum. 

Furuvellir 13-25

6. des. 2021 : Hver á best skreytta húsið og best skreyttu götuna 2021?

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið.

5O5A4156

3. des. 2021 : Hjartasvellið opnar um miðjan desember

Í desember og fram í janúar mun Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó setja upp 200 fermetra skautasvell sem hefur fengið nafnið Hjartasvellið og verður staðsett á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Hjartasvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins Hafnarfjarðar sem mun tengja enn betur saman Jólaþorpið í miðbænum, veitingahús og verslanir í hjarta Hafnarfjarðar og ljósadýrðina í Hellisgerði sem sló í gegn í fyrra.

0K1A0902

2. des. 2021 : Komdu að starfa með okkur. Fjölbreytt störf í boði!

Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla. Einnig jafnvel störf til skemmri tíma. 

0K1A7424

1. des. 2021 : Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. Svo tekur við ævintýraveröld ljósa þar sem fallegar seríur og ljósafígúrur gleðja augað og andann. Töfrandi litla kaffihúsið í Hellisgerði og gróðurhúsin tvö sem sett voru upp síðsumars verða opin allar helgar á aðventunni.

Síða 1 af 91