Fréttir
Vinningstillaga3Dvergur

26. júl. 2017 : Uppbygging á Lækjargötu 2 - vinningstillaga

TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun hlutu um miðjan júlí fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum svokallaða við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tillagan var unnin fyrir GG verk. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. 

HellisgerdiMynd

25. júl. 2017 : Tré ársins 2017 er í Hellisgerði

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Allir velkomnir.
IMG_7472

14. júl. 2017 : Frístundaakstur hefst í haust

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í dag að hefja gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í Hafnarfirði í haust. Til að byrja með verður ekið með börnin á æfingar hjá Fimleikafélaginu Björk, FH og Haukum.  
IMG_7288

14. júl. 2017 : Gjaldfrjáls skóli í Hafnarfirði

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni bærinn útvega nemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu

Sandskeidslina

14. júl. 2017 : Framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu 1

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júní sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna framkvæmdarinnar Sandskeiðslína 1, 220/400 kV háspennulína (einnig nefnd Lyklafellslína 1). Samkvæmt umsókn er talið nauðsynlegt að ráðast í umrædda framkvæmd og reisa nýja háspennulínu sem annað gæti orkuflutningi til Hafnarfjarðar í stað Hamraneslína 1 og 2, sem teknar verða úr notkun og rifnar niður eftir að Sandskeiðslína 1 hefur verið tekin í notkun.

Skardshlid

14. júl. 2017 : Lausar lóðir í fjölskylduvænu umhverfi

Hafnarfjarðarbær er nú með í auglýsingu 69 lóðir í nýju og vistvænu íbúðarhverfi í Skarðshlíð. 13 einbýlishúslóðir og 18 parhúsalóðir eru til úthlutunar og geta einungis einstaklingar sótt um þessar lóðir. Samhliða er óskað eftir tilboðum lögaðila í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir. Frestur er til 15. ágúst.

IMG_1310

13. júl. 2017 : Mangi og mikilvægu ungmennin okkar

Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók til starfa í byrjun júní og eru rúmlega 700 hafnfirsk ungmenni 14 ára og eldri nú við fjölbreytt störf víða um bæinn. Störf þeirra eru afar mikilvæg fyrir sveitarfélagið og ákváðu bæjarstjóri og stjórnendur vinnuskóla að blása til veislu á Thorsplani fyrir og þakka fyrir vel unnin störf það sem af er sumri.   

_MG_7752

13. júl. 2017 : Nýr hópur einstaklinga leitar aðstoðar vegna húsnæðisvanda

Hafnarfjarðarbær hefur farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði og ekki er búið að selja. Beiðni hljóðar jafnframt upp á það að þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og þá verði staða á markaði endurmetin áður en gengið verður fram með sölu þeirra.

Listalundur2016

13. júl. 2017 : Snyrtileikinn 2017 - tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

_A122285

12. júl. 2017 : Útboð: Lækjargata - endurnýjun 2017

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurnýjun á um 200m kafla Lækjargötu frá Fjarðargötu að Austurgötu. Útboðsgögn eru seld í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2. Tilboð verða opnuð 25. júlí  kl. 11. Verklok eru 29. nóvember 201

K_orferd-Laekjarskola-2017_mynd03

11. júl. 2017 : Skemmtileg og þroskandi kóraferð

Dagana 24.-29. maí sl. fór spenntur 60 barna hópur í Kór Lækjarskóla á Norbusang. Þar var sungið, tekið þátt í smiðjum þar sem kórfélagar frá Lækjarskóla sóttu kvikmyndaleiksmiðju og indverska tónlistarsmiðju. Kóramótin hófust 1987.
Síða 1 af 91