FréttirFréttir

14. nóv. 2018 : Haustsýning Hafnarborgar 2019 - kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar í ár, Allra veðra von, var valin úr athyglisverðum tillögum síðasta árs og var opnuð þann 31. ágúst sl.
IMG_7297_1542120186393

13. nóv. 2018 : Góð líðan og ánægja nemenda í grunnskólum bæjarins

Niðurstöður viðhorfskannana Skólapúlsins í leik- og grunnskólunum gefa skýrt til kynna að nemendum í grunnskólum bæjarins líður vel, þeir lifa heilbrigðu lífi, eru virkir í námi og hafa gott sjálfsálit. Sveitarfélagið skorar hátt varðandi þátttöku barna í leikskólastarfi án aðgreiningar.

HafnarfjordurFallegur

12. nóv. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 14. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  14. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. 

Skardshlid

12. nóv. 2018 : Tilboð lögaðila í Hraunskarð 2

Óskað eftir tilboðum lögaðila í 32 íbúða fjölbýlishúsalóð að Hraunskarð 2.  Tilboð þurfa að berast fyrir kl. 10 mánudaginn 19. nóvember. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina og teljast tilboð undir lágmarksverði ógild.

Hafnarfjörður sumarkvöld

12. nóv. 2018 : Ábendingagátt um þjónustu bæjarins - þitt álit takk!

Hafnarfjarðarbær hefur ráðist í verkefni, í samstarfi við Capacent, sem miðar að því að bæta þjónustu og skilvirkni í starfsemi og rekstri sveitarfélagsins. Opnuð hefur verið sérstök ábendingagátt þar sem óskað er eftir sjónarmiðum og ábendingum frá öllum þeim sem leita til sveitarfélagsins.

IMG_8701

8. nóv. 2018 : Dagur í dag er helgaður baráttunni gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og er skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti. Skólarnir í Hafnarfirði hafa tekið virkan þátt í verkefninu og í fjölmörgum skólum hefur vinavika verið í gangi alla vikuna. 

Hafnarfjordur2017

7. nóv. 2018 : Agi í rekstri, frekari uppbygging og bætt þjónusta

Rekstur Hafnarfjarðarbæjar hefur gengið vel síðustu ár. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir áframhaldandi jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 985 milljónir króna á árinu 2019, Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og áætlað veltufé frá rekstri eykst. 

Yfirlit_kaldarselsvegur_1

7. nóv. 2018 : Umferð beint um hjáleið á Kaldárselsvegi

Þessa dagana stendur yfir endurgerð á Kaldárselsvegi og er umferð nú beint um hjáleið.

Asvallalaug

6. nóv. 2018 : Ásvallalaug lokuð um helgina

Ásvallalaug verður lokuð föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember vegna Íslandsmeistarmóts í sundi. Suðurbæjarlaug verður opin um helgina frá kl. 8-18 á laugardag og kl. 8-17 á sunnudag. 

5. nóv. 2018 : Sandur í boði fyrir íbúa

Íbúum í Hafnarfirði stendur sem fyrr til boða að nálgast sand við Þjónustumiðstöðina að Norðurhellu 2. Sú breyting hefur orðið að íbúar þurfa nú sjálfir að koma með ílát undir sandinn.  Talar þessi breyting í takt við yfirlýsta stefnu Hafnarfjarðarbæjar í umhverfismálum um m.a. minni plastnotkun.

Faghopurleikskola

4. nóv. 2018 : Faghópur leikskóla tekinn til starfa

Faghópur leikskóla hittist nýlega á sínum fyrsta fundi. Hópurinn mun vinna áfram með tillögur sem lagðar voru fram í skýrslu starfshóps um starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar.  Hópurinn mun jafnframt koma með fleiri nálganir og hugmyndir sem stuðlað geta að bættum aðstæðum í leikskólum bæði fyrir börn og starfsfólk. 

Síða 1 af 91