FréttirHFJ_-39_1651503753639

2. maí 2022 : Vinnuskóli Hafnarfjarðar - opið fyrir umsóknir 14 - 17 ára

Sumarið 2022 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2005 - 2008) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að hann sé þrifalegur og snyrtilegur á að líta og ekki síst skemmtilegur fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja bæinn heim í auknum mæli.

GamurGardurgangur2021

28. apr. 2022 : Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla

Dagana 25. maí - 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Sorpa tekur á móti garðúrgangi endurgjaldslaust.

NordurbergHafnarfirdi2022

18. maí 2022 : Öll landsins börn

Í apríl hófst sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut um leikskóla á Íslandi sem nefnist ÖLL LANDSINS BÖRN. Í þætti vikunnar er leikskólinn okkar Norðurberg heimsóttur og rætt við Önnu Borg Harðardóttur leikskólastjóra um sögu, þróun, uppbyggingu, hugmyndafræði, sérstöðu og skapandi starf skólans

DJI_0213

16. maí 2022 : Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði

Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 4 fulltrúa, S-listi Samfylkingarinnar fékk 4 fulltrúa, B-listi Framsóknarflokksins fékk 2 fulltrúa og C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa.

Gaedavidmid2022

16. maí 2022 : Úttekt á gæðaviðmiðum í hafnfirsku íþróttastarfi

Nýverið var kynnt í fræðsluráði úttekt sem Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar stóðu að gagnvart því hvort íþróttafélög í bænum sem eru með þjónustusamning við Hafnarfjörð uppfylli þau gæðaviðmið sem fram koma í samningi. 

14. maí 2022 : Kjörsókn í Hafnarfirði

Uppfærðar upplýsingar um kjörsókn í Hafnarfirði á kosningardegi. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 21.744.

IcelandairMai2022

13. maí 2022 : Húsnæði Icelandair verður hið glæsilegasta

Hafnarfjarðarbær og Icelandair undirrituðu í upphafi árs 2021 viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu á höfuðstöðvum Icelandair að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur til nokkurra ára verið með hluta starfsemi sinnar að Flugvöllum og hluta við Reykjavíkurflugvöll. Í kjölfar undirritunar viljayfirlýsingar 2021 tók við ítarleg greiningarvinna, hugmyndavinna og hönnun hjá Icelandair sem nú sér fyrir endann á. Ef allt gengur eftir má gera ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt húsnæði hefjist á þessu ári.

5O5A9346

13. maí 2022 : Aukin ráðgjöf í boði fyrir eldri borgara í Hraunseli

Sú nýbreytni og nýjung hefur verið tekin upp í þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði að bjóða upp á fasta opna tíma í félags- og lögfræðiráðgjöf í Hraunseli, Flatahrauni 3, þar sem fjölbreytt  félagsstarf eldri borgara er rekið. Markmið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að auka þjónustu við eldri borgara og auðvelda þeim aðgengi að upplýsingum. Aðgangur hefur verið að félagsráðgjafa í Ráðhúsi Hafnarfjarðar en nú hefur þjónusta lögfræðings bæst við. Hér er um nýmæli í þjónustu við eldri borgara að ræða og þessi viðbótarþjónusta í takt við önnur verkefni og áherslur að færa þjónustuna nær íbúum. 

IMG_4238

12. maí 2022 : Viðurkenningar fyrir faglegt framlag til 25 ára

Hafnarfjarðarbær hefur um sjö ára skeið veitt starfsfólki sem starfað hefur hjá bænum í 25 ár viðurkenningu og þakklætisvott fyrir farsæld í starfi, faglegt framlag og störf í þágu sveitarfélagsins. Í ár hljóta 19 starfsmenn viðurkenningu fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 475 árum af samstarfi og starfsreynslu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30.000 íbúa og um 2500 starfsmenn á 70 starfsstöðvum víðsvegar um bæinn. Afhending viðurkenninga fór fram við hátíðlega athöfn í Hafnarborg.

IMG_4294_1652345740930

12. maí 2022 : Sorgarfræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla

Sorgarmiðstöðin hefur síðustu vikur og mánuði sótt starfsfólk grunnskóla Hafnarfjarðar heim með fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð barna og ungmenna. Framundan eru heimsóknir til starfsfólks leikskóla. Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar miðla í fræðslunni af eigin reynslu og veita starfsfólki ráð og verkfæri sem stuðlað geta að betri líðan bæði hjá börnum í sorg og starfsfólki sem þurfa bæði að takast á við sorgina og styðja syrgjandi. Heimsókn Sorgarmiðstöðvar er til þess fallin að styrkja starfsfólk og ýta undir öryggi þess þegar verkefnið er að styðja nemanda í sorg.

IMG_4005

10. maí 2022 : Hafnarfjarðarbær gerist heilsueflandi vinnustaður

Hafnarfjarðarbær ætlar á næstu tveimur árum að leggja enn frekari áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks og fer því af stað með verkefnið Heilsueflandi vinnustaður á vegum Embættis Landlæknis. Vegferðin hófst með innihaldsríkri og hvetjandi kvöldstund í Bæjarbíó í síðustu viku. Í samstarfi við fyrirtækið Saga Story House býður Hafnarfjarðarbær starfsfólki bæjarins í þrjár leiddar kyrrðargöngur í maí í upplandi Hafnarfjarðar þar sem gengið verður með vatni, með höfða og með skógi.

Síða 1 af 91