FréttirFréttir

17. sep. 2019 : Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2019. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör í sölubásnum.

Menntastefna

16. sep. 2019 : Gerð menntastefnu Hafnarfjarðar 2020-2030

Á undanförnum mánuðum hefur farið fram vinna í starfshópi við vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar og samþykkt í fræðsluráði að hefja vinnu við gerð sjálfrar menntastefnunnar nú á haustdögum. Menntastefna Hafnarfjarðar á að hafa samhljóm með gildandi lögum og reglugerðum sem gilda um nám, kennslu, frístundastarf og alla almenna vellíðan og þroska barna og ungmenna í Hafnarfirði.

Suðurbæjarlaug

16. sep. 2019 : Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhaldsframkvæmda

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað frá og með mánudeginum 16. september til og með föstudeginum 20.september vegna viðhaldsframkvæmda. Tekur þetta til allra lauga og klefa á svæðinu. Gym H líkamsræktin í lauginni verður opin á þessu tímabili.

HafnarfjordurFallegur

16. sep. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 18. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. september. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

13. sep. 2019 : Hrafnista bar sigur úr býtum

Fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar öttu kappi við heimilisfólk Hrafnistu í árlegu púttmóti sem fram fór í dag. Keppt var um farandbikar og lagði heimilisfólkið bæjarfulltrúana að velli, líkt og fyrri ár.

Nr1BjornPetursson

13. sep. 2019 : VITINN - nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær kynnir til sögunnar Vitann, nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða tilraunaverkefni og nýja og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. 

Hraunvestur-tekid-fra-kaplakrika-sed-yfir-flatahraunid-og-fjardarhraunid

12. sep. 2019 : Hraun vestur - Gjótur. Frestur til athugasemda framlengdur

Skipulags- og byggingarráð hefur samþykkt að framlengja frest til athugasemda vegna deiliskipulags Hraun vestur. Bréf þess efnis hefur verið sent til hagsmunaaðila. Vakin er athygli hagsmunaaðila og nágranna á þessu og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

IMG_6153

11. sep. 2019 : Fræðslufundir fyrir foreldra um mikilvægi málþroska

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan námsárangur.

UndirritunSamstarfssamnings

11. sep. 2019 : Fræðsla og aðstoð á sviði sorgarúrvinnslu

Sorgarmiðstöðin og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára sem felur meðal annars í sér að Sorgarmiðstöðin fær aðstöðu í nýju lífsgæðasetri í St. Jó gegn því að bjóða upp á fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu fyrir grunnskóla og stofnanir bæjarins á sama tíma og þjónustan verður aðgengileg fyrir íbúa og aðra á besta stað í sveitarfélaginu.

IMG_6713

10. sep. 2019 : Snyrtilegustu lóðirnar og garðarnir

Kirkjugarðar Hafnarfjarðar fengu heiðursskjöld Snyrtileikans 2019 sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll. Sex eigendur sérbýlishúsa fengu viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða auk þess sem fjölbýlishúsalóðin við Skipalón fékk sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilega aðkomu og aðstöðu fyrir gesti, fallegan gróður og leiksvæði sem tengist vel inn á dvalarsvæðið.

HafnarfjordurAslandid

10. sep. 2019 : Lítil vatnsþrýstingur hér og þar vegna vinnu í vatnsveitu

Vegna viðhaldsvinnu hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar má búast við þágum vatnsþrýstingi þriðjudagskvöldið 10. september. Reiknað er með að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið strax á miðvikudagsmorgun. Íbúum er bent á að nota ekki tæki sem viðkvæm eru gagnvart lágum þrýstingi eins og td þvottavélar og uppþvottavélar. 

Síða 1 af 91