FréttirFréttir

15. sep. 2017 : Kalla eftir endurskoðun á forsendum húsnæðisstuðnings

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings. Þriðjungs fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum.  

14. sep. 2017 : Bæjarstjórn krefst þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin mótmælir því kröftuglega að Reykjanesbraut virðist hvergi vera að finna í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar.  Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. 

13. sep. 2017 : Deiliskipulag – hönnunarteymi

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna.

IMG_1810

11. sep. 2017 : Vinabær Hafnarfjarðar frá Kína í heimsókn í síðustu viku

Baoding er 11 milljón manna borg í um 125 km fjarlægð frá Peking. Hafnarfjarðarbær og Baoding hafa átt í vinabæjarsamstarfi í rúma tvo áratugi. Vinabæjarsamstarfið hefur skipt miklu máli fyrir árangur jarðhitasamstarfs Íslendinga og Kínverja um að jarðhitavæða borgir og bæi í Kína en miklar jarðhitaauðlindir eru á stjórnsýslusvæði Baoding.

HafnarfjordurFallegur

11. sep. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 13. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13 september. Fundurinn hefst kl. 17 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_1734

11. sep. 2017 : Stefán Karl og hláturinn hafa fengið fastan stað í Hellisgerði.

Stefán sagði viðstöddum að hann væri þakklátur fyrir að fá að gróðursetja tréð í Hellisgerði. Þaðan á hann margar æskuminningar og steig sín fyrstu skref í leiklistinni. „Hingað getur fólk komið og hlegið“ sagði leikarinn þegar hann hafði sett tréð niður. Stefán Karl og hláturinn hafa því fengið fastan stað í Hellisgerði. 

22df71d38b6633e08d6efb0c7f6430e2

8. sep. 2017 : Breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmda í Lækjargötu Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær vinnur að endurnýjun í Lækjargötu í Hafnarfirði.  Framkvæmdir munu hefjast mánudaginn 11.september 2017 og standa fram í desember. Lokun í Lækjargötu hefur áhrif á leiðir Strætó sem aka Lækjargötuna og aka vagnarnir hjáleiðir til og frá skiptistöðinni í Firði. Hér má sjá lista yfir allar breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmdanna:

7. sep. 2017 : Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar jákvæð um tæpan milljarð

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrri hluta ársins var jákvæð um 908 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 285 milljónir króna. Helstu frávik eru að tekjur eru alls um 400 milljónum krónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnskostnaður er um 203 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir vegna lægri verðbóta að öðru leyti stenst áætlunin í megin atriðum.

IMG_1669

6. sep. 2017 : Heilbrigðisráðherra ræsti "Göngum í skólann" í Hafnarfirði í morgun

Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Dagskráin hófst með því að Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð alla velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar stutt ávörp þar sem þau lögðu áherslu á mikilvægi þess að nota virkan ferðamáta til og frá skóla og huga afar vel að umferðaröryggi ungra vegfarenda. 

MislaegGatnamot2017Utbod

5. sep. 2017 : Krýsuvíkurvegur við Hellnahraun, framkvæmdir við nýtt hringtorg

Vegna malbikunarframkvæmda þann 6. september  er Krýsuvíkurvegur lokaður að hluta, á vegkaflanum milli hringtorgs við Hraunhellu/Hellnahraun I annars vegar og afleggjara að Hvaleyrarvatni hins vegar.

Síða 1 af 91