Opið bókhaldOpið bókhald

Hafnarfjörður hefur nú  opnað bókhald bæjarins til að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum og skýra á sem einfaldastan máta og með myndrænum hætti ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins. 

Síðan skiptist í 5 síður, Tekjur og gjöld A- og B- hluta sjóða og greiningu á birgjum sveitarfélagsins. Tekjur og gjöld eru brotin niður á málaflokka, deildir og einstaka bókhaldslykla. Í birgjagreiningu er hægt að leita að einstaka birgjum eða sía þá út eftir kostnaðarstað á málaflokk eða bókhaldslykli.  

Hægt er að kynna sér gögn aftur í tímann og gera samanburð á milli tímabilana 2015-2016. Munu fleiri tímabil birtast eftir að uppgjör hafa verið send til Kauphallar í samræmi við reglur um útgáfu skuldabréfa. Mæliborðið var unnið samstarfi við Capcent.

Hér er hægt að nálgast opið bókhald Hafnarfjarðarbæjar.

Opið bókhald 

Var efnið hjálplegt? Nei