Bæjarstjóri


Bæjarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir 

Netfang:  rosa@hafnarfjordur.is  

Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri í Hafnarfirði en hún er oddviti Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi formaður bæjarráðs. 

Rósa er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði um árabil við blaða-og fréttamennsku, lengst af sem fréttamaður á fréttastofu á Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Rósa hefur einnig verið ötull rithöfundur og ritstjóri hjá Bókafélaginu. 

Rósa tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir tólf árum, eða árið 2006 og var á síðasta kjörtímabili formaður bæjarráðs og fræðsluráðs.  

Hún var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2009 og sat um nokkurra mánaða skeið á Alþingi. Rósa hefur tekið virkan þátt í störfum innan íþróttahreyfingarinnar og er í fagráði Velferðarsjóðs barna.

Hún var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á árunum 2001-2006 og hefur verið formaður stjórnar félagsins síðastliðin tíu ár.  


Rósa er uppalin í Norðurbænum í Hafnarfirði og er stúdent frá Flensborgarskólanum. Hún er gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn. 

Viðtalstímar

Bæjarstjóri er með viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum
Nauðsynlegt er að bóka tíma, viðtalspantanir tekur skrifstofustjóri Auður Þorkelsdóttir í síma 585 5506.

Bæjarstjórar í tímaröð frá 1946

 • 1946 -1948 Eiríkur Pálsson
 • 1948 – 1948 Guðmundur Gissurarson (var bæjarstjóri í tvo mánuði)
 • 1949 – 1954 Helgi Hannesson
 • 1954 – 1962 Stefán Gunnlaugsson
 • 1962 – 1966 Hafsteinn Baldvinsson
 • 1966 – 1979 Kristinn Ó. Guðmundsson
 • 1979 – 1986 Einar Ingi Halldórsson
 • 1986 – 1993 Guðmundur Árni Stefánsson
 • 1993 – 1994 Ingvar Viktorsson
 • 1994 – 1995 Magnús Jón Árnason
 • 1995 – 1998 Ingvar Viktorsson
 • 1998 – 2002 Magnús Gunnarsson
 • 2002 – 2010 Lúðvík Geirsson
 • 2010 – 2012 Guðmundur Rúnar Árnason
 • 2012 – 2014 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
 • 2014 – 2018 Haraldur L. Haraldsson
 • 2018 –              Rósa Guðbjartsdóttir


Var efnið hjálplegt? Nei