BæjarstjóriBæjarstjóri

Haraldur L. Haraldsson

Netfang:  hlh@hafnarfjordur.is

Haraldur er fæddur þann 17.08.1952 í Keflavík.  Maki Haraldar er Ólöf Thorlacius eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn.

Menntun

 • M.Sc. (Econ.) gráða í hagfræði frá Queen Mary College, University of London, 1978 
 • B.Sc. (Econ.) gráða í hagfræði frá Queen Mary College, University of London, 1977 
 • Stúdent frá Verslunarskóla Íslands, 1973 
 • Verslunarskólapróf frá Verslunarskóla Íslands, 1971 
 • Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur, 1969

Starfsferill

 • Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hagfræðingur. 2010 - 2014 
 • Framkvæmdastjóri Gránufélagsins ehf. 2009 - 2014 
 • Sérfræðingur Samráðsnefndar ríkis og sveitafélaga um efnahagsmál. Nóvember 2009 til september 2010. 
 • Í fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness. Febrúar 2010 til desember 2013 
 • Framkvæmdastjóri Rekstrarfélagsins Fossaleyni 1. Apríl til október 2009 
 • Forstjóri Nýsis hf. Febrúar til ágúst 2009 
 • Framkvæmdastjóri Nýsis services ehf. Júní 2008 til ágúst 2009 
 • Framkvæmdastjóri Nýsis þróunarfélags ehf. Júní 2006 til ágúst 2009 
 • Sveitarstjóri Dalabyggðar. 2001 til 2006 
 • Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hagfræðingur. 1994 til 2001 
 • Framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. 1991 til 1994 
 • Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 1981 til 1991 
 • Hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar. 1981 til 1991 
 • Fulltrúi í gjalda- og tolladeild í fjármálaráðuneytinu. 1978 til 1981 
 • Stundakennari í hagfræði við Verslunarskóla Íslands. 1979 til 1981

Auk þessa hefur Haraldur gengt ýmsum trúnaðarstörfum. Verið í stjórnum og formaður ýmissa stjórna og nefnda á vegum ríkisstofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja.

Hér er hægt að nálgast helstu áherslur bæjarstjóra.

Greining á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar 

Viðtalstímar

Bæjarstjóri er með viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum
Nauðsynlegt er að bóka tíma, viðtalspantanir tekur skrifstofustjóri Auður Þorkelsdóttir í síma 585 5506.


Var efnið hjálplegt? Nei