LífsgæðaseturLífsgæðasetur
  • St. Jósefsspítali gömul

Lífsgæðasetur

heilsa – samfélag – sköpun

St. Jósefsspítali var byggður 1926 af St. Jósefssystrum sem ráku þar spítala til ársins 1987 en þá seldu þær ríki og Hafnarfjarðarkaupstað spítalann. Í húsnæðinu var rekinn spítali til ársins 2011 en þá var spítalanum lokað.

Hafnarfjarðarkaupstaður eignaðist allt húsið með kaupsamningi við ríkissjóð í júní 2017. Í kaupsamningi skuldbindur Hafnarfjarðarkaupstaður sig til að reka almannaþjónustu í fasteigninni.

Eftir kaup á húsnæðinu skipaði bæjarráð starfshóp til að koma með mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala. Starfshópurinn skilaði skýrslu til bæjarráðs 15. október 2017 og kom með 3 tillögur. Bæjarráð ákvað að tillaga nr. 1 Lífsgæðasetur, heilsa – samfélag – sköpun skyldi útfærð og gerði starfshópurinn það og skilaði skýrslu til bæjarráðs 25. janúar 2018 .

Bæjarráð skipaði þann 8. febrúar s.l. samtarfsvettvang „til að leiða þá vinnu sem þarf að fara fram til að starfsemi geti hafist í húsinu, sbr. skýrslu starfshópsins frá 25. janúar 2018“.

St. Jósefsspítali  fær nú nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar.

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum til að koma með starfsemi í St. Jósefsspítala sjá auglýsingu hér að neðan. Skila skal umsóknum á netfangið stjo@hafnarfjordur.is

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við verkefnastjóra, Evu Michelsen á netfangið eva@stjo.is

Nánari upplýsingar


Teikningar