Viðburðir framundanViðburðir framundan
 • VellidanHafnarfjordur

Vöxtur og vellíðan

 • 9.1.2019, 20:00, Bæjarbíó

Verið velkomin/n á vaxtar- og vellíðunarkvöld í hjarta Hafnarfjarðar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Við bjóðum Hafnfirðinga og aðra gesti velkomna á vaxtar- og vellíðunarkvöld í hjarta Hafnarfjarðar strax í upphafi á nýju ári!

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!


Fræðsla, innsýn og hvatning tengd auknum vexti og vellíðan í eigin lífi og lífi fjölskyldunnar. Hvað er gott að hafa í huga? Hverju langar þig að breyta? Hvernig getum við komist í betri tengsl við okkur sjálf og fundið hvernig við getum orðið betri útgáfa af okkur sjálfum? Þátttakendur fara heim með efni, dæmi um aðferðir og hvetjandi reynslusögur sem segja okkur að svo margt er hægt ef vilji er fyrir hendi, sjálfstraustið í lagi og markmiðin skýr.

Þetta verkefni Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnu er að efla vellíðan íbúa. 

Dagskrá kvöldsins

 

 • 19:55               Hljómsveitin Ylja tekur hlýlega á móti gestum
 • 20:05               Kynning á dagskrá og létt æfing fyrir kvöldið - Ylfa Edith Fenger hjá Nolta
 • 20:10               Aukin vellíðan og lífsgæði með grunnstoðirnar í lagi -
                              Ragnheiður Agnarsdóttir hjá Heilsufélaginu
 • 20:40              Lærði að taka ábyrgð á sjálfum mér – Ragnar Jón Ragnarsson
 • 20:55               „Þetta er enginn aldur!“ Heilsuefling eldri borgara - Almar Grímsson
 • 21:05               Mikilvægar hugleiðingar í upphafi vegferðar - Matti Ósvald
 • 21:20               Breyttar lífsáherslur með jákvæðnina að vopni - Olga Björt
 • 21:35               Farsæl markmið – skilaboðin frá þér til þín - Ylfa Edith Fenger
 • 21:55               Samantekt og skilaboð til þátttakenda – Ylfa Edith Fenger