Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Vinnustofa myndasögugerð á Bókasafni Hafnarfjarðar.

Vinnustofa - Persónuhönnun í myndasögugerð með Einari Mássyni

  • 4.8.2021, 17:00 - 19:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Myndlistarsýning og vinnusmiðja í persónuhönnun og myndasöguferlinu. 

Bruce the Angry Bear fagnar fimm ára afmæli á Hinsegin dögum 2021! Í tilefni þess hýsir Bókasafn Hafnarfjarðar myndlistarsýningu til heiðurs úrilla birninum og félögum í fjölnotasal bókasafnsins. 

Þar mun einnig Einar Valur Másson, meðhöfundur seríunnar, halda létta vinnusmiðju í persónuhönnun og myndasöguferlinu þann 4. ágúst kl. 17:00.

Smiðjan er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, er tveir tímar að lengd og þátttaka er ókeypis.
Skráning fer fram á bokasafn@hafnarfjordur.is