Viðburðir framundanViðburðir framundan

Vetrarfrí febrúar 2020

  • 19.2.2020 - 23.2.2020

Fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Af því tilefni verður frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar

ATH - lokun lauga í Ásvallalaug. Einnig er vakin sérstök athygli á því að 16 m kennslulaug, vaðlaug og rennibraut í Ásvallalaug eru lokaðar frá þriðjudeginum 18. febrúar til og með föstudeginum 21. febrúar vegna viðhaldsframkvæmda og lagfæringa. Þökkum sýndan skilning. 

Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum í vetrarfríinu á vegum safnsins í tengslum við sýninguna Þögult vor. Ókeypis aðgangur að sýningum safnins og smiðjunum en mælst er til þess að börn komi í fylgd foreldra eða forráðamanna.

Grunnskólabörn í Hafnarfirði eru boðin sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu og boðið verður upp á upplestra, bókabíó og föndur.

Byggðasafn Hafnarfjarðar tekur vel á móti grunnskólabörnum í Hafnarfirði og fjölskyldum þeirra í vetrarfríinu. Í Pakkhúsinu verður hægt að taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum ratleik og setja sig í spor fornleifafræðinga og graf upp minjar frá fyrri öldum. Á föstudag verður boðið uppá barnaleiðsögn um safnið kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis.

Miðvikudagur 19. febrúar

Kl. 13-14 UPPLESTUR í Bókasafni Hafnarfjarðar
Blær Guðmundsdóttir og Hjalti Halldórsson lesa uppúr bókum sínum

Kl. 14:30-16:30 LeikhúsbókaBíósýning í Bókasafni Hafnarfjarðar
Sýnd verður upptaka af sviðssetningu í Þjóðleikhúsinu á bókinni um Fíusól.

Fimmtudagur 20. febrúar

FRÍTT Í SUND í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll
Opið 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og 6:30-21 í Sundhöll. 16 m kennslulaugin og vaðlaugin í Ásvallalaug eru þó lokaðar þriðjudag - föstudag í þessari viku vegna viðhaldsframkvæmda.

Kl. 10-15 PERLUFÖNDUR í Bókasafni Hafnarfjarðar

Kl. 12-16 RATLEIKUR og FORNLEIFAHORN í Byggðasafni Hafnarfjarðar
Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið og börnum gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðinga og grafa upp minjar frá fyrri öldum.

Kl. 13 BÓKABÍÓ í Bókasafni Hafnarfjarðar
Sýnd verður kvikmyndin Þór: hetjur Valhallar

Kl. 13-15 LISTASMIÐJA í Hafnarborg
Í smiðjunni verður unnið með sjálft ljósið, þar sem gerðar verða tilraunir með ólík form og myndir á ljósnæman pappír.

Kl. 16 BÓKABÍÓ í Bókasafni Hafnarfjarðar
Sýnd verður kvikmyndin Hugo.

Föstudagur 21. febrúar

FRÍTT Í SUND í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll
Opið 6:30-20 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og 6:30-21 í Sundhöll. 16 m kennslulaugin og vaðlaugin í Ásvallalaug eru þó lokaðar þriðjudag - föstudag í þessari viku vegna viðhaldsframkvæmda.

Kl. 12-15 HREYFIMYNDASMIÐJA fyrir 13-18 ára unglinga
Nemendur fá að kynnast ýmsum grunnþáttum í kvikmyndagerð, svo sem gerð kvikmyndahandrita, tökuferlinu, klippingu og eftirvinnslu. ATHUGIÐ! Aðeins eru 20 pláss í boði. Skráing fer fram hér: https://forms.gle/YYFHskFz1DULA7xZA

Kl. 12-16 RATLEIKUR og FORNLEIFAHORN í Byggðasafni Hafnarfjarðar
Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið og börnum gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðinga og grafa upp minjar frá fyrri öldum.

Kl. 13 BARNALEIÐSÖGN um Byggðasafn Hafnarfjarðar
Fróðleg leiðsögn um safnið. Safnvörður leiðir gesti um safnið og segir frá.

Kl. 13-15 LISTASMIÐJA í Hafnarborg
Í seinni smiðjunni verður unnið með endurunnið eða endurnýtt efni á skapandi hátt, þar sem möguleikar efnisins til listsköpunar eru kannaðir.

Laugardagur 22. október

Kl. 11-17 RATLEIKUR og FORNLEIFAHORN í Byggðasafni Hafnarfjarðar
Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið og börnum gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðinga og grafa upp minjar frá fyrri öldum.

KL. 12-14 BOLLUVANDAFÖNDUR í Bókasafni Hafnarfjarðar
Við undirbúum bolludaginn og föndrum bolluvendi.

Sunnudagur 23. október

Kl. 11-17 RATLEIKUR og FORNLEIFAHORN í Byggðasafni Hafnarfjarðar
Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið og börnum gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðinga og grafa upp minjar frá fyrri öldum.