Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Vellir

Vallaræsi - íbúafundur

  • 1.7.2020, 17:00 - 18:30, Norðurhella 2

Íbúafundur vegna framkvæmda við gerð nýrrar stofnlagnar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29.04.2020 breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis. Markmið deiliskipulagsbreytinganna er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Breytingarnar voru auglýstar samhliða tímabilið 10.03-21.04.2020 í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Boðað er til íbúafundar vegna framkvæmdanna miðvikudaginn 1. júlí kl. 17. Fundurinn verður haldinn hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2. 

Fundurinn er hugsaður fyrir íbúa á völlunum, þá ekki síst þá sem búsettir eru næst framkvæmdasvæðinu, til upplýsinga um ferli og framkvæmdir þessarar nýju stofnlagnar á Völlunum, er liggur frá Hraunvallaskóla að Nóntorgi. Á fundinum verður farið yfir framkvæmdatíma lagnarinnar, en ljóst er að framkvæmd hennar er umfangsmikil og búast má við töluverðu raski. Reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka óþægindi fyrir íbúa sem staðsettir eru nærri fyrirhugaðri lögn. Felst slíkt m.a. í að kynna fyrir íbúum framkvæmdartíma og hvar fyrirhugað er að verkið sé statt næstu mánuði.

Hafi íbúar ekki tök á að sækja fundinn má nálgast kynningargögn á vef bæjarins á sérstakri upplýsingasíðu fyrir framkvæmdina eftir fundinn - sjá hér

Jafnframt má hafa samband við Guðmund Elíasson, umhverfis- og veitustjóra Hafnarfjarðar fyrir frekari upplýsingar. Netfang: gudmundure@hafnarfjordur.is