Útsýnisskífa vígð á Helgafelli
Helgafell í Hafnarfirði er einn fallegasti og fjölfarnasti útivistastaður landsins. Komið hefur verið upp glæsilegri útsýnisskífu á toppi fjallsins sem vígð verður formlega fimmtudaginn 13.júní kl. 18.
Helgafell í Hafnarfirði er einn fallegasti og fjölfarnasti útivistastaður landsins. Þaðan er einstakt útsýni og því hefur Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við álverið ISAL í Straumsvík, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri aðila, komið upp glæsilegri útsýnisskífu á toppi fjallsins auk þess að smíða glæsilegan pall utan um skífuna.
Vígsla skífunnar fer fram klukkan 18 á toppi Helgafells og mun forseti Rótarý klúbbs Hafnarfjarðar stjórna athöfninni. Ganga upp á Helgafell tekur um klukkustund og því gott að hefja göngu milli klukkan 16:30 og 17.
Allir velkomnir