Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Hundur á göngu með eiganda sínum

Tvöföld útisýning HRFÍ

  • 8.6.2019, 9:00 - 17:00
  • 9.6.2019, 9:00 - 17:00

Helgina 8.-9. júní verður fyrri tvöfalda útisýning Hundaræktunarfélags Íslands haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk frábærlega en skráðir eru tæplega 1.400 hundar sem munu etja kappi á þessum tveimur sýningum!


Á laugardeginum er Reykjavík Winner og NKU Norðurlandasýning en alþjóðleg sýning fer fram á sunnudeginum. Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 14:00 og standi til u.þ.b. kl. 17:00.


Dómarar helgarinnar verða: Ann Carlström (Svíþjóð), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Carsten Birk (Danmörk), Gunnar Nymann (Danmörk), Jadranka Mijatovic (Króatía), Paul Scanlon (Írland), Péter Harsányi (Ungverjaland), Roxana Liliana Birk (Danmörk), Tanya Ahlman-Stockmari (Finnland) og Terje Lindström (Noregur).

Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir. Að þessu sinni eru 18 ungmenni skráð. Keppni hefst kl. 12:30 á yngri flokki og verður í úrslitahringnum.

Sjá frekari upplýsingar hér: http://www.hrfi.is/freacutettir/upplysingar-um-syningarhelgina-8-9-juni-2019