Tónlistarútgáfa frá A-Ö
"Hvernig kemst ég á spotify playlista?" fyrir 16-25 ára
Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn fjallar um það sem er mikilvægt að hafa í huga áður en lag er gefið út eins og höfundarréttarskráningar, fjármögnun, dreifingaraðilar, markaðssetning á samfélagsmiðlum, mikilvægi þess að skapa sitt eigið vörumerki sem listamaður og tækifærin sem geta falist í því að komast á lagalista hjá streymisveitum. Kynning verður haldin í ungmennahúsinu Hamrinum mánudaginn 24. janúar kl. 20:30 og er hún hugsuð fyrir aldurshópinn 16-25 ára.
"Hvernig kemst ég á Spotify playlista?"
Unnur Sara hefur síðustu ár leiðbeint öðru tónlistarfólki í markaðssetningu og hlaut Nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar árið 2021 fyrir fyrirlesturinn sinn „Hvernig kemst ég inná Spotify playlista?”. Þar nýtti hún reynsla sína af því að ýta lögum á lagalista en í dag er hún sjálf komin með yfir 2 milljón spilanir á Spotify. Þessi nýi fyrirlestur er byggður á hennar vinnu síðustu ár og algengustu spurningunum sem brenna á tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarútgáfu og þeim reynslumeiri sem vilja uppfæra þekkinguna sína þegar kemur að því að koma tónlistinni lengra.