Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Bitlanamskeid

Tónlistarnámskeið fyrir eldri borgara

  • 7.6.2021 - 11.6.2021, 10:00 - 12:00, Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

Unnið með vel valin lög eftir Bítlana. Öll hljóðfæri hjartanlega velkomin. 

Tónlistarnámskeið fyrir eldri borgara fer fram dagana 7. - 11. júní frá kl. 10 - 12 í húsakynnum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar að  Strandgötu 51. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þær Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Inga Björk Ingadóttir.

Á námskeiðinu gefst hljóðfæraleikurum og tónlistarunnendum úr hópi eldri borgara kostur á að rifja upp gamla takta ásamt því að auka við þekkingu í hljóðfæraleik og samspili. Kennarar úr tónlistarskólanum bjóða upp á fimm daga námskeið fyrir eldri borgara sem hafa hljóðfæra eða söngkunnáttu - formlega sem óformlega. Unnið verður með nokkur vel valin lög eftir Bítlana. Öll hljóðfæri eru hjartanlega velkomin.

Skráning og nánari upplýsingar: sigrun.k.jonsdottir@gmail.com eða í síma: 695-2604