Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Inga Björk með tónleika.

Tónleikar með Ingu Björk - Blær & stilla

  • 18.6.2021, 13:00 - 14:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Inga Björk, lýruleikari og söngkona, heldur tónleika á Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 18. júní næstkomandi. Tónleikarnir verða á barnadeildinni og aðgangur ókeypis.

Inga Björk, lýruleikari og söngkona, heldur tónleika á Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 18. júní næstkomandi.

Tónleikarnir eru sérstaklega hannaðir til að heilla yngstu áheyrendurna, en þar mun hljóma tónlist af nýrri plötu Ingu Bjarkar, Blær & stilla. Gestir, ungir sem aldnir, fá m.a. að kynnast lýrum af ýmsum stærðum og gerðum í hljóðheimi tónlistarinnar.

Tónleikarnir verða á barnadeildinni, en við ætlum að eiga saman notalega stund fyrir barnshjörtu á öllum aldri og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.

Tónleikarnir eru styrktir af Hafnarfjarðarbæ.