Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • 13173378_10209353485503127_5527862383858844685_o

Tiltektardagar á Völlunum

  • 20.5.2017, 9:00 - 18:00, Vallahverfi í Hafnarfirði

Hreinsunarátak hefur staðið yfir í Hafnarfirði síðustu vikurnar. Átakið hófst með sópun gatna og göngustíga um miðjan apríl og dagana 2. - 11. maí var garðúrgangur sóttur heim til íbúa. Samhliða var skorað á íbúa og fyrirtæki að taka til í sínu nærumhverfi og gámar settir upp á þremur stöðum í Hafnarfirði dagana 4. og 5. maí sem fyrirtækjum stóð til boða að nýta fyrir rusl og hreinsun innan og utan sinnar lóðar.

Það er afar ánægjulegt að að sjá íbúa hverfa í Hafnarfirði taka sig saman og skipuleggja hreinsunardaga með það fyrir augum að hreinsa og fegra umhverfið, vekja fleiri til umhugsunar um mikilvægi þess að ganga vel um og ekki síst til að efla tenginguna og andann í hverfinu. Slík tenging og samvinna gerir hvert hverfi bæði sterkara og ríkara í svo mörgu tilliti. Íbúasamtök í Vallahverfi halda hreinsunardaga föstudaginn 19. maí og laugardaginn 20.maí.

Frábært framtak í stækkandi hverfi!

______________________________________________________

Kæri Vallari

Efni: Tiltektardagar á Völlunum 19-20 maí n.k.

Föstudaginn 19. og laugardaginn 20. maí n.k. munu íbúasamtök Vallahverfisins standa fyrir Tiltektardögum á Völlunum. Átakið er framtak íbúasamtakanna á Völlunum en má segja að það hittist vel á sem framhald hreinsunardaga Hafnarfjarðarbæjar sem lauk 11. maí sl.  Á hreinsunardögum bæjarins var áherslan á garða og lóðir við hús í hverfinu en á tiltektardögum ætlum við að ganga alla leið, klára að hreinsa garða, lóðir og nærumhverfið. Fara í hraunin sem ramma svo skemmtilega inn hverfið okkar en eru til lítils prýði ef full eru af drasli og dóti, hreinsa meðfram götum og stígum og önnur þau svæði sem þarf að taka til höndum.

Við óskum eftir góðu samstarfi og samvinnu við þig/ykkur kæru stjórnendur og eigendur fyrirtækja á Völlunum og vonum að þið sýnið þessu átaki áhuga í orðum og verki og hjálpir okkur íbúum í hverfinu að gera Vellina að fallegu og snyrtilegu hverfi hvort sem litið er til þess hluta sem fyrirtæki, skólar og aðrar stofnanir eru staðsett eða til íbúahlutans. Saman erum við sterk og öflug og getum samhent gert Vellina að eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins hvort sem er til búsetu eða rekstrar.

Við búum svo vel að hafa Sorpu í hverfinu okkar og því hægt um vik að losa sig við óþarfa drasl og dót þar þannig að við náum markmiði okkar og hverfið skarti sínu fegursta.  Það væri svo alveg ljómandi ef sem flestir settu niður blóm, tré eða annað sem prýðir í vor og sumar

Við vonum að við sjáum starfsmenn frá öllum fyrirtækjum og stofnunum taka til höndum á þessum dögum. Væri frábært að fá myndir frá ykkur til að setja inn á íbúasíðuna og í fjölmiðla.

Okkur langar líka að benda á íbúasíðu Vallana á facebook sem er öllum opin: https://www.facebook.com/groups/218717564958589/?fref=ts hvetjum ykkur til að setja ykkur þar inn. Væri gaman að heyra frá  fyrirtækjum/stofnunum  í hverfinu inn á síðunni og eins fyrir ykkur að fylgjast með hvað er í gangi í hverfinu.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar stefnir á að halda fund með fyrirtækum í hverfinu á næstu dögum og hvetur ykkur einnig til að skrá ykkur þar inn á sérstaka  fésbókarsíðu fyrirtækja á Völlunum https://www.facebook.com/groups/333961166962231/?fref=ts og fylgjast með hvað er í gangi þar.

Tökum höndum saman kæru Vallarar það skilar svo miklu og er skemmtilegt.

Með von um jákvæð og blússandi viðbrögð.

F.h. íbúasamtaka Vallanna

Elín Sigríður Óladóttir

Ellasigga09@gmail.com

________________________________________

 

Tiltektardagar 19 – 21 maí

Kæru Vallar

Sól og dásemd um helgina og nú brettum við upp ermar og tökum til. Tiltektarátakið er framtak íbúasamtakanna á Völlunum en má segja að það hittist vel á sem framhald hreinsunardaga Hafnarfjarðarbæjar sem lauk 11. maí sl.  Á hreinsunardögum bæjarins var áherslan á garða og lóðir við hús í hverfinu en á tiltektardögum ætlum við að ganga alla leið, klára að hreinsa garða, lóðir og nærumhverfið. Fara í hraunin sem ramma svo skemmtilega inn hverfið okkar en eru til lítils prýði ef full eru af drasli og dóti, hreinsa meðfram götum og stígum og önnur þau svæði sem þarf að taka til höndum.

Gámar verða staðsettir við Hraunvallarskóla og við leikskólana Hamravelli og Bjarkarlund. Gámarnir verða settir niður á föstudag og standa fram á mánudag þannig að við höfum alla helgina til að taka til og græja og gera. Einnig er hægt að safna pokum,  nokkrum þá saman þá við ljósastaura í hverfinu en endilega hafið nokkra poka saman en ekki einn og einn og stangli

Fulltrúar frá íbúasamtökunum verða við gámana frá klukkan níú til ellefu á laugardagsmorgun að afhenda ruslapoka og benda á svæði sem þarfnast hreinsunar

Þetta er tilvalið fyrir fjölskyldur, nágranna og vini að taka höndum saman,, eiga góða stund,  rölta í góða veðrinu og vinna saman að því að gera umhverfi okkar aðlaðandi og fínt að búa og vera í. Kynnum börnum okkar fyrir umhverfinu, fegurðinni í náttúrunni og hvernig við viljum hafa í kringum okkur Förum út fyrir okkar næsta nágrenni á göngustígana og í hraunin. Væri frábært að fá myndir frá íbúum og fyrirtækum við tiltekt inn á síðuna okkar. Einnig langar okkur að benda á að ef hlutir/drasl er það þungt eða fyrirferðamikið að íbúar ráða ekki við að koma því af staðnum,  að taka mynd og setja á síðuna með upplýsingum um staðsetninguJ Átakinu lýkur síðan fimmtudaginn 25. maí á Vorhátíð Vallana en þangað ætlum við bjóða öllum Hafnfirðingum að koma og gleðjast með okkur og því mikilvægt að hverfið skarti sínu fegursta. Auðvita munum við svo halda þessu við áfram,  kippa með okkur poka í göngutúrana í sumar og sjá um að við séum flottasta hverfið í firðinumJ - ÁFRAM VELLIR