Viðburðir framundanViðburðir framundan

Þrjúbíó: Víti í Vestmannaeyjum

  • 13.10.2019, 15:00 - 17:00

Dagana 11.-19. október fer bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði fram en í ár hverfast viðburðirnir flestir um metsölubækur Gunnars Helgasonar rithöfundar sem hafa fengið framhaldslíf á hvíta tjaldinu og í leikhúsi.

Sunnudaginn 13. október kl. 15 verður bíósýning í Bæjarbíó á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir samnefndri bók Gunnars Helgasonar. Aðgangur er ókeypis.