Viðburðir framundan



Viðburðir framundan
 • CuxhavenTre

Tendrun á Cuxhaventrénu

 • 26.11.2016, 14:45 - 16:00, Flensborgarhöfn

Tendrað verður á Cuxhaventrénu við Flensborgarhöfn laugardaginn 26. nóvember kl. 15. Létt tónlist, jólaljós, leikskólakór, jólasveinar og ávarp á sviði.  Að lokinni dagskrá er gestum boðið að þiggja heitt súkkulaði og kleinur á Kænunni. 

Vinabæjarsamskipti Hafnarfjarðarbæjar og Cuxhaven hafa varað allt frá því í september 1988 eða í nær þrjá áratugi.  Þau hafa verið með afar fjölbreyttu sniði þar sem vinabæjarfélög íbúa hafa verið drifkraftur í samstarfi og samvinnu á sviði menningar, íþrótta, atvinnulífs og stjórnsýslu. Einn þáttur í reglulegu samstarfi er að Cuxhaven færir Hafnarfjarðarbæ veglegt jólatré að gjöf fyrir aðventuna ár hvert og hefur því tréi verið komið upp á hafnarsvæðinu við minnismerkið um fyrstu lúthersku kirkjuna á Íslandi sem þýskir kaupmenn reistu hér í Hafnarfirði fyrir miðbik 16 aldar. 

Cuxhaven2016

Tendrað verður á Cuxhaventrénu við Flensborgarhöfn, laugardaginn 26. nóvember kl. 15

Dagskrá í kringum tendrun á Cuxhaventrénu í boði Hafnarfjarðarhafnar:


 • 14.45    Létt tónlist – Stefán Ómar og félagar
 • 15.00    Gísli Ó. Valdimarsson formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður ­
 •                 Cuxhaven  býður gesti velkomna.
 •                 Ávarp Jurgen Donner, formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven
 •                 Ávarp  Pétur Óskarsson varaform. Hafnarstjórnar
 •                 Ávarp  Diane Röhring, staðgenginn sendiherra Þýskalands.
 •                 Leikskólakór frá Víðivöllum syngur nokkur lög
 •                 Tendrað á trénu
 •                 Jólasveinar mæta á svæðið


Að lokinni dagskrá er gestum boðið að þiggja heitt súkkulaði og kleinur á Kænunni.