Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • Svarti skafrenningurinn

Svarti Skafrenningurinn – Sýning í Bæjarbíói

  • 13.10.2021, 17:00 - 18:30, Bæjarbíó

Í tilefni Bóka- og bíóhátíðar, í samvinnu við Fenrir Films og Hafnarfjarðarbæ, blæs Bókasafn Hafnarfjarðar til bíókvölds!

Í tilefni Bóka- og bíóhátíðar, í samvinnu við Fenrir Films og Hafnarfjarðarbæ, blæs Bókasafn Hafnarfjarðar til bíókvölds!

Ungi sauðfjárbóndinn Kormákur öðlast ofurkrafta fyrir tilstilli lýsisfulls hrúts – sem betur fer! Reykjavík er föst í klóm viðurstyggilegra glæpahringja og ofurþrjóta sem svífast einskis og lögreglan stendur á gati. Aðeins einn maður getur staðið gegn yfirvofandi heimsyfirráðum illskunnar.
Hann er virðing. Hann er réttlæti. Hann er…
Svarti Skafrenningurinn.

Þessi bráðskemmtilega íslenska ofurhetjumynd er einstakt dæmi um hvað ungt fólk vopnað myndavélum, vilja og góðum hugmyndum getur áorkað og eru allir ungir kvikmyndagerðarmenn hvattir til að mæta!

Fenrir Films er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnslu á myndrænu efni. Svarti Skafrenningurinn er eitt af þeirra fyrstu verkefnum. Hér má sjá að ekkert stoppar unga kvikmyndagerðarmenn í ham og hefur fyrirtækið gefið út 17 titla síðan þá, sem hafa verið sýndir á kvikmynda- og stuttmyndahátíðum um allan heim.

Með á sýningunni verður framleiðslustjóri Fenrir Films, Arnar Benjamín, og situr fyrir svörum.