Viðburðir framundanViðburðir framundan

Sundlauganótt í Ásvallalaug

  • 9.2.2020, 17:00 - 22:00

Ásvallalaug verður opin fram á kvöld og býður uppá skemmtilega dagskrá á Sundlauganótt sunnudaginn 9. febrúar frá kl. 17-22.

Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa einstaka kvöldstund þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar.

  • Kl. 17 - 18 Sundskóli Hörpu setur upp þrautabraut í barnalauginni fyrir yngstu börnin og siglingaklúbburinn Þytur býður upp á sit-on-top kayaka fyrir þau eldri
  • Kl. 18 - 18:30 Úlfur og Grís frá leikhópnum Lottu bregða á leik með söngvasyrpu
  • Kl. 19 Sundpóló, sundtækni og sjoppa Sundfélags Hafnarfjarðar verður opin
  • Kl. 20 Skoðunarferðir bakvið tjöldin í tæknirými Ásvallalaugar
  • Kl. 21 - 22 HAF Yoga - gongslökun og jóga í vatni
  • Nemendur leikskólans Bjarkalundar skreyta anddyri Ásvallalaugar með list sinni.

Frítt verður í sund í Ásvallalaug frá klukkan 17:00 til 22.00 og í fjölmörgum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð - www.vetrarhatid.is - sem stendur yfir dagana 6. – 9. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri.