Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • 294806041_105181995608187_9022642701425139730_n

Strandgate Film Festival

  • 11.8.2022, 19:30

Stærsta kvöld ársins er gengið í garð. Skærustu stjörnur sólkerfisins verða samankomnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. ágúst til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar.

Þetta er því einstakt tækifæri til þess að sjá brot úr stærstu kvikmyndum ársins, á undan öllum hinum!Tilnefndar eru myndir á borð við „Ekkjuna“, „Blesi og lesbían“, „Draumórar“ og „Hefnandinn 4: hinsta hefnd Hefnandans.“

Rauði dregillinn verður á sínum stað eins og árin áður en mælst er til þess að gestir klæðist sínu fínasta pússi á hátíðinni.Aðgangur er ókeypis, þökk sé styrktaraðilum hátíðarinnar: Bæjarbíói, viðburða- og menningarstyrk bæjarráðs og Al Salil Hilal fjárvörslusjóðnum.

Sérstakar þakkir fær Akademían fyrir sitt göfuga starf. 


Sjá viðburð á Facebook hér Strandgate Film Festival | Facebook

Miðasala Tix.is hér Tix.is - Strandgate Film festival