Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
 • StoriPlokkdagurinn2021

Stóri plokkdagurinn 2021 - taktu þátt!

 • 24.4.2021, 10:00 - 16:00, Hafnarfjörður

Tökum öll þátt í að rokka með því að plokka! 

Stóri plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. apríl næstkomandi. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. 

Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til þátttöku í STÓRA PLOKKDEGINUM!

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Plokkarar eru vinsamlega beðnir um að nota glæra ruslapoka í plokki sínu til að auðvelda flokkun og urðun. Plokkarar eru jafnframt beðnir um að tilkynna um þá staði þar sem pokar eru skildir eftir í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins þar sem hægt er að taka mynd með nákvæmri staðsetningu. 

Í gegnum ábendingagátt er einnig tilvalið að benda sveitarfélaginu á svæði sem þarf að hreinsa sérstaklega eða koma með ábendingar um annað það sem betur má fara.

Taktu þátt í þjóðarátaki í plokki!

Plokkarar landsins hafa ráðgert að plokka í tveimur hollum á Stóra Plokkdaginn - fyrri hluti er frá 10 á laugardagsmorgun og seinni frá klukkan 13. Notum næstu daga til að horfa í kringum okkur á leiðinni í vinnuna eða í göngutúrunum og finnum svæði sem eiga það skilið að verða plokkuð á laugardaginn. Láta svo slag standa á laugardaginn!

Afhverju er það að plokka frábær hugmynd?

 

 • frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
 • einstaklingsmiðað
 • hver á sínum hraða
 • hver ræður sínum tíma
 • frábært fyrir umhverfið
 • fegrar nærsamfélagið
 • öðrum góð fyrirmynd

 

Nánari upplýsingar um Stóra plokkdaginn á Facebook

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

 • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
 • Stofna viðburð í eigin hverfi eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
 • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
 • Klæða sig eftir aðstæðum.
 • Virða samkomubann og gæta að tveggja metra reglunni.
 • Senda mynd og upplýsingar í gegnum ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar
 • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.


Plokktímabilið 2021 er formlega hafið!