Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

  • 2.4.2019, 17:00 - 19:30, Hafnarborg

Stóra upplestrarkeppnin fór af stað í 23. sinn á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn.  Stóra upplestrarkeppnin er ætluð nemendum í 7. bekkjum grunnskólanna. Keppnin felst í því að allir nemendur leggja sérstaka rækt við upplestur og framsögn fram að lokahátíð keppninnar sem haldin verður þriðjudaginn 2. apríl 2019 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar mæta til leiks tveir fulltrúar frá hverjum skóla og lesa þar bæði ljóð og texta sem valdir hafa verið af sérstakri nefnd. Allir nemendur í árganginum fá viðurkenningarskjal í lok ræktunartímabilsins.