Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • StarfaOgMenntahladbordFlensborg2017

Starfa- og menntahlaðborð

  • 21.2.2017, 10:00 - 11:35, Flensborgarskóli

Nemendum Flensborgarskóla er boðið á starfa- og menntahlaðborð þriðjudaginn 21. febrúar n.k. þar sem fyrirtæki kynna starfsemi sína, þau störf sem þar eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. Einng verður háskólunum og deildum þeirra, sem og starfsnámsskólum boðið að koma og kynna námið sem þeir bjóða upp á.

Hlaðborðið er nýjung í skólastarfinu

Þetta verkefni er nýjung í skólastarfinu en markmiðið er að auka náms- og starfsfræðslu strax frá upphafi námsferils og stuðla að því að gera náms- og starfsval markvissara og að nemendur verði meðvitaðir um áhugasvið sín og styrkleika. Með því er líklegt að framtíðaráform skýrist og að skuldbinding við nám aukist. Starfa- og menntahlaðborði er ætlað að styðja við val nemenda og auka þekkingu þeirra og víðsýni hvað varðar nám og gera þeim þannig betur kleift að taka upplýsta ákvörðun um framtíðaráform sín.

Með þessu verkefni vill Flensborgarskóli einnig efla tengsl sín við nærsamfélagið og kynna nemendum fjölbreytta starfsemi og mannauð ólíkra fyrirtækja. Tímarammi kynninga er 10.00 til 10.40 og 10.55 til 11.35. Fyrirtæki og skólar fá úthlutað kennslustofu sem þeir geta nýtt til kynninga eða verið með kynningabása á göngum skólans ef þess er óskað.