Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • StafraeniHaskoladagurinn2021

Stafræni Háskóladagurinn 27. febrúar 2021

  • 27.2.2021, 12:00 - 16:00

Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi 

Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi

Sjö háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir með stafrænum hætti laugardaginn 27. febrúar 2021 frá kl. 12 til 16 á nýjum vef Háskóladagsins. 

Á Stafræna háskóladeginum gefst fólki færi á að kynna sér allar námsleiðir í grunnnámi í Háskóla Íslands á opnum fjarfundum. Þar munu m.a. nemendur og kennarar í leikskólakennarafræði svara spurningum áhugasamra um hvaðeina sem snertir námsleiðina . Leikskólakennaranámið verður með sinn fjarfund og hægt er að fara inn á slóðina hvenær sem er á milli kl. 12 og 16. Það er mikill kraftur í náminu og ánægjuleg fjölgun nemenda frá ári til árs. Umsóknir tvöfölduðust í bæði grunn- og meistaranám í leikskólakennarafræði Háskóla Íslands frá 2019-2020, ekki síst vegna hvatningar vettvangs til starfsfólks leikskóla, um að sækja nám í leikskólakennarafræðum. Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði í leikskólakennaranáminu, ætlað leikskólakennaranemendum með annað móðurmál en íslensku. Námskeiðið nefnist Samtal um fagið og hér er hlekkur á það í kennsluskrá.

Styrkir til náms í leikskólakennarafræðum 

Frá árinu 2015 hefur starfsfólk í leikskólum bæjarins fengið námsstyrki frá Hafnarfjarðarbæ til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Framkvæmdin og framtakið hefur það markmið að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum sveitarfélagsins og þar með í hópi leikskólakennara. Því er mikil áhersla lögð á það hjá sveitarfélaginu að styðja vel við nýliðun og nám í faginu. Þannig eru tækifæri og möguleikar opnir ófaglærðu starfsfólki leikskólanna, bæði þeim sem starfað hafa hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og nýliðum - sjá umfjöllun um 30 leikskólastarfsmenn á námsstyrk 

Á Stafræna Háskóladeginum verður einnig hægt að fara inn á fjarfundi Náms- og starfsráðgjafar, Alþjóðasviðs, Nemendaskrár, Stúdentaráðs og Félagsstofnunar stúdenta sem sér um Stúdentagarða, leikskóla fyrir börn stúdenta, matsölur og fleira.

Stafræni Háskóladagurinn 27. febrúar - kynning á öllu háskólanámi á Íslandi