Viðburðir framundanViðburðir framundan

Söguganga um Krýsuvík

  • 18.9.2019, 18:00 - 19:30, Krýsuvíkurkirkja

Jónatan Garðarsson leiðir göngu upp Arnarfellið í Krýsuvík.

Gangan hefst við Krýsuvíkurkirkjugarð. Gengið í áttina að Arnarfelli og byrjað á því að ganga að Arnarfellsréttinni og síðan að tóftum bæjarins Arnarfell sem var í hlíðum fellsins. Þarna var ein af hjáleigunum á Krýsuvíkurtorfunni. Síðan er gengið upp á Arnarfell, að vörðunni og síðan að þeim stað þar sem ernir urpu á sínum tíma. Staldrað verður við á Arnarfelli en í góðu veðri sést vel yfir mestalla Krýsuvíkurjörðina. Farið verður niður af Arnarfellinu austanverðu og hlíðarfætinum fylgt til baka að Krýsuvkíkurkirkjugarði.

Heilsubærinn Hafnarfjörður í samstarfi við Ferðafélag Íslands bjóða öllum áhugasömum upp á fjölskylduvænar 60-90 mínútna lýðheilsugöngur nú í september.

Útivist og hreyfing í góðum félagsskap!
VERTU MEÐ!