Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Skógarganga um Höfðaskóg

  • 15.8.2019, 20:00 - 21:00

Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

15. ágúst - Skógarganga um Höfðaskóg
Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar leiðir skógargöngu um Höfðaskóg. Steinar þekkir vel til umhverfis skógræktarinna og hvað skógurinn hefur upp á að bjóða. Að þessu sinni verður fyrst og fremst farið um trjá- og rósasafnið og fjallað um allar þær fjölbreyttu tegundir sem tekist hefur að koma á legg í Höfðaskógi. Mæting í Gróðrastöðina Þöll við Kaldárselsveg

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.