Viðburðir framundanViðburðir framundan

Sjómannadagurinn 2018

Hátíðarhöld við Flensborgarhöfn sunnudaginn 3. júní

 • 3.6.2018, 13:00 - 17:00

Fjölbreytt dagskrá við Flensborgarhöfn á Sjómannadaginn sunnudaginn 3. júní kl. 13:00-17:00

DAGSKRÁ SJÓMANNADAGSINS 2019 ER HÉR


Fjölbreytt dagskrá við Flensborgarhöfn á Sjómannadaginn 2018 sunnudaginn 3. júní kl. 13:00-17:00

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

 • Þrautabraut í sjó, rennibraut, gámasig, kassaklifur, fluglínutæki, koddaslagur og björgunarsýning
 • Kaffisala Slysavarnardeildar Hraunprýði

Siglingaklúbburinn Þytur

 • Opið hús
 • Árabátar, kajakar og skútusiglingar á kænum og kjölbátum
 • Uppsettar skútur í verkstæðissal
 • Búningsaðstaða fyrir þá sem blotna

Önnur dagskrá

 • Furðuverur úr undirdjúpunum frá Hafrannsóknarstofnun
 • Bátasmíði fyrir krakka við Íshús Hafnarfjarðar
 • Ljósmyndasýning á Strandstígnum. Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur sett upp ljósmyndasýninguna „Hafnarfjörður frá fullveldi til lýðveldis“. Á sýningunni er 50 ljósmyndir sem eru lýsandi fyrir bæjarbraginn og lífið í bænum á þeim tíma.
 • Pakkhúsið, Vesturgata 6, opið 11:00 – 17:00. Þar er meðal annars sýningin „Þannig var...“ þar sem saga sjávarþorpsins Hafnarfjarðar er rakin frá landnámi til okkar daga.
 • Bookless bungalow, Vesturgata 32, opið 11:00 – 17:00. Sýning um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar á heimili þeirra Booklessbræðra.
 • Siggubær, Kirkjuvegur 10, opið 11:00 – 17:00. Bærinn er varðveittur sem sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.
 • Sýning á tillögum í opinni hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis í Hafnarborg alla Sjómannadagshelgina, opið 12:00-17:00.

Opnar vinnustofur listamanna

 • Opið hús hjá Málaranum við höfnina, vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarkonu að Fornubúðum 8
 • Opið hús í Gáru, vinnustofu átta leirlistakvenna Fornubúðum 8
 • Opið hús hjá Aðalheiði Skarphéðinsdóttur Fornubúðum 8
 • Opið í SIGN þar sem fallegir skartgripir eru hannaðir og smíðaðir Fornubúðum 12
 • Íshús Hafnarfjarðar – opið hús. Starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar samanstendur af 30 verkstæðum og vinnustofum einyrkja og minni fyrirtækja í skapandi greinum. Flóran er afar fjölbreytt, meðal annars er í húsinu stunduð hnífasmíði, keramik hönnun, myndlist, vöru- og textílhönnun og trésmíði. 

Kænan

 • Hlaðborð og sjávarréttarsúpa

SJÓMANNADAGURINN

Hátíðardagskrá

 • Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæði við höfnina
 • Kl. 10:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu
 • Kl. 10:30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn
 • Kl. 11:00 Sjómannamessa í Fríkirkjunni

Skemmtidagskrá

 • Kl. 13-17 Skemmtisigling í boði Hafnarfjarðarhafnar – lagt af stað á hálftíma fresti
 • Kl. 13:00 Dasbandið
 • Kl. 13-14 Kappróður við Flensborgarhöfnina
 • Kl. 13:50 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
 • Kl. 14:00 Setning, heiðrun sjómanna, ávarp og verðlaunaafhending
 • Kl. 14:30 Bjartmar Guðlaugsson
 • Kl. 14:50 Leikhópurinn Lotta með söngvasyrpu
 • Kl. 15:30 Salka Sól
 • Þyrla Landhelgisgæslunnar og listflug

Hlökkum til að fagna sjómannadeginum með ykkur öllum!